Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í fjórða sæti á -4 samtals á LET Access mótaröðinni sem fram fór í Tékklandi. Valdís fékk skolla á lokaholunni í gær á öðrum keppnisdeginum sem varð til þess að hún fékk ekki tækifæri í óvæntu umspili um efsta sætið.

Eldur kom upp í klúbbhúsinu í nótt og forráðamenn mótsins ákváðu að aflýsa  lokaumferðinni. Þrír efstu kylfingarnir léku í bráðabana um sigurinn. Valdís missti því af bráðabananum á -4 samtals en hún var einu höggi frá efsta sætinu.

Valdís lék á 68 höggum á fyrsta hringnum og á 70 höggum í gær.

Staðan:

Mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu á eftir LET Evrópumótaröðinni þar sem Valdís Þóra er með keppnisrétt.

 

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ