Valdís fagnar með aðstoðarmanni sínum í Marokkó á lokaúrtökumótinu í desember 2016. Mynd/LET
Auglýsing

Eins og fram hefur komið náði Valdís Þóra Jónsdóttir frábærum árangri í dag þegar hún lék á 65 höggum á fjórða keppnisdeginum á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Valdís er í 4.-6. sæti fyrir lokahringinn þar sem keppt er um 30 efstu sætin sem gefa fullan keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Valdís lék hringina fjóra á -11 samtals og bætti árangur sinn um 20 högg frá því í fyrra á þessu sama móti.

Þetta er í fjórða sinn sem Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Hún hefur bætt árangur sinn á hverju ári en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemst í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða hringinn. Valdís lék á -7 í dag á fjórða keppnisdeginum og er hún á -11 samtals sem er besti árangur hennar frá upphafi í keppnisgolfi. Besti árangur hennar var -9 á Íslandsmótinu í golfi á Akureyri í sumar.

Með því að komast í hóp þeirra 60 sem fá að leika um 30 efstu sætin á lokahringnum hefur Valdís Þóra tryggt sér takmarkaðann keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta ári. Hún getur bætt stöðu sína enn frekar með því að enda í einu af 30 efstu sætunum eftir lokahringinn og tryggt sér þar með fullan keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.

Árangur Valdísar Þóru á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina.

2016: 277 högg (72-71-69-65) -11
2015: 297 högg (70-72-74-81) +9
2014: 300 högg (76-76-76-72) +12
2013: 317 högg (74-82-82-79) +29

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ