/

Deildu:

Valdís Þóra í Marokkó. Mynd/LET. Tristan Jones
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi lék frábært golf á lokahringnum á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina í dag. Valdís lék á 68 höggum – 4 og tryggði sér keppnisrétt með öruggum hætti á sterkustu mótaröð Evrópu á næsta tímabili.

Valdís Þóra endaði ein í í öðru sæti og er það besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.  Alls tryggðu 30 efstu kylfingarnir sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta ári og dugði -2 til þess að komast áfram. Valdís var í 4.-6. sæti á -11 samtals fyrir lokahringinn.

Miklu máli skipti fyrir Valdísi Þóru að enda svona ofarlega því hún er því næst fremst í röðinni þegar kemur að því að úthluta plássi úr þessum styrkleikaflokki á mótin á LET Evrópumótaröðinni. Ekki er ljóst hversu mörg mót Valdís Þóra fær á næsta tímabili en miðað við þá reynslu sem Ólafía Þórunn fékk á þessu tímabili á þessari mótaröð má gera ráð fyrir að mótin verði um 10 hjá Valdísi Þóru.

Fylgst var með gangi mála á Twittersíðu GSÍ.


 

Valdís Þóra Jónsdóttir lék frábært golf á fjórða keppnisdeginum af alls fimm á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu mótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðina. Valdís lék á 65 höggum í dag á fjórða hringnum og hún er þriðja sæti fyrir lokahringinn á -11. Þetta er besti árangur hennar á lokaúrtökumótinu frá upphafi en þetta er i fjórða sinn sem hún tekur þátt.

Það er mikið í húfi því 30 efstu fá keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni og þeir sem enda í sætum 31.-60. fá takmarkaðann keppnisrétt á næsta tímabili sem hefst í janúar. Eftir fjórða hringinn fá 60 efstu tækifæri til þess að leika á lokahringnum.

„Það er virkilega gaman að sjá Valdísi Þóru leika svona vel, frábært golf hjá henni. Gaman að sjá nokkur pútt detta en það eru 18 holur eftir og við ætlum að halda okkar striki. Spila einfalt golf og hafa gaman að þessu,“ sagði Karl Ómar Karlsson sem er í Marokkó en Karl er annar af þjálfurum Valdísar ásamt Hlyn Geir Hjartarsyni sem komst ekki með í þetta verkefni vegna aðgerðar á öxl.

Besti árangur Valdísar frá upphafi – bætti sig um 20 högg á milli ára

Þetta er í fjórða sinn sem Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Hún hefur bætt árangur sinn á hverju ári en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemst í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða hringinn. Valdís lék á -7 í dag á fjórða keppnisdeginum og er hún á -11 samtals sem er besti árangur hennar frá upphafi í keppnisgolfi. Besti árangur hennar var -9 á Íslandsmótinu í golfi á Akureyri í sumar.

Með því að komast í hóp þeirra 60 sem fá að leika um 30 efstu sætin á lokahringnum hefur Valdís Þóra tryggt sér takmarkaðann keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta ári. Hún getur bætt stöðu sína enn frekar með því að enda í einu af 30 efstu sætunum eftir lokahringinn og tryggt sér þar með fullan keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.

Árangur Valdísar Þóru á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina.

2016: 277 högg (72-71-69-65) -11
2015: 297 högg (70-72-74-81) +9
2014: 300 högg (76 76 76 72) +12
2013: 317 högg (74 82 82 79) +29

Valdís lék á 69 höggum í gær eða -3 og er hún samtals á -4 eftir 54 holur. Valdís hefur leikið hringina þrjá á (72-71-69).

Valdís fékk fjóra fugla á þriðja hringnum og tapaði aðeins einu höggi. Hún er í 17.-21. sæti.

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, lék á 71 höggi eða -1 á öðrum keppnisdegi á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki. Valdís lék á Samanah vellinum í dag en í gær lék hún á pari valalr á Amelkis vellinum á fyrsta keppnisdeginum. Eins og staðan er núna þá er Valdís í 22.-30. sæti en 30 efstu kylfingarnir fá keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni að loknum fimmta hringnum.

„Ég var að slá betur í dag en í gær en púttin eru ekki alveg að detta hjá mér. Ég er samt alveg róleg yfir þessu, mér líður vel, og ég tek eitt högg í einu. Golfið og andlega hliðin eru í fínu lagi og ég er bara jákvæð fyrir framhaldinu,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn í dag.

„Valdís fékk tvo fugla og tvo skolla á hringnum. Hún náði einu góðu pútti ofaní og þetta var svona stöngin út dagur hjá henni. Hún er að nota 5-6 högg á samtals einn metra í dag og hún á því nóg inni. Þetta er fín byrjun og gefur góð fyrirheit um framhaldið. Hún er að slá vel, hitta margar brautir og flatir. Núna er að finna smá heppni og þolinmæði á flötunum. Það er nóg eftir,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson þjálfari hennar við golf.is í dag.

Valdís keppir í Marrakech í Marokkó en leikið er á tveimur völlum á lokastiginu. Það er mikið í húfi því 30 efstu fá keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni og þeir sem enda í sætum 31.-60. fá takmarkaðann keppnisrétt.

Skor keppenda er uppfært á heimasíðu LET og greint verður frá gangi mála á Twittersíðu GSÍ eftir bestu getu. Valdís hóf leik kl. 10 á laugardaginn á Amelkis vellinum og fer svo yfir á Samanah á sunnudaginn og hefur þar leik klukkan 9.

„Síðustu dagar hafa verið fínir hérna í Marokkó, ég slæ vel og púttin eru góð. Ég er með aðstoðarmann héðan frá Marokkó sem þekkir völlinn vel og er fínn í því að lesa flatirnar með mér. Flatirnar eru mjög hraðar eða 12-13 á stimpmetra, mikið landslag í þeim. Það er ekki mikill munur á völlunum,“ sagði Valdís Þóra við golf.is.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að 115 keppendur taka þátt og eru leiknir alls fimm 18 holu hringir á fimm keppnisdögum. Á lokahringnum fá 70 efstu taka þátt. Keppt er á Amelkis og Samanah völlunum á þessu móti. Lokahringurinn fer fram á Samanah-vellinum.

Þetta er fimmta árið í röð þar sem lokaúrtökumótið fer fram á þessum stað.

Keppendurnir á lokaúrtökumótinu eru frá 31 þjóð, flestir frá Frakklandi eða 19, þar á eftir koma Englendingar með 17 keppendur og Spánn 13. Indland er með 7 keppendur og Svíar er með 8 leikmenn en Ísland er með Valdísí Þóru.

Yngsti keppandinn er 16 ára en hún heitir Madelene Stavnar og er frá Noregi. Elsti keppandinn er Sophie Sandolo en hún er fertug.

Valdís Þóra, sem er 27 ára gömul, komst áfram á lokaúrtökumótið með því að enda í 10.-11. sæti á fyrra stigi úrtökumótsins sem fram fór í síðustu viku í Marokkó. Hún lék hringina fjóra á +12 (76-70-79-75). Þetta er í fjórða sinn sem Valdís Þóra tekur þátt á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina en hún hefur leikið á LET Access mótaröðinni undanfarin þrjú ár.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ