Auglýsing

Fyrsta móti tímabilsins á stigamótaröð GSÍ 2023, B59 Hotel mótið, sem átti að fara fram á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi dagana 19.-21. maí. hefur verið fellt niður.

Golfklúbburinn Leynir er framkvæmdaraðili mótsins og í tilkynningu frá klúbbnum kemur fram aðástæður þess að mótið sé fellt niður eru hvoru tveggja óhagstæð veðurskilyrði næstu daga og um helgina ásamt vallaraðstæðum á Garðavelli.

Tæplega 90 keppendur höfðu skráð sig til leiks í mótið.

„Völlurinn er blautur og hefur ekki náð að drena sig mikið vegna frosts sem liggur djúpt í jarðveginum. Okkur þykir þetta mjög miður en við munum taka vel á móti ykkur að ári og vonum að þið eigið gott golfsumar fram undan,“ segir í tilkynningunni frá Leyni.

Fyrsta mótið á stigamótaröð GSÍ 2023 verður því á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja – dagana 2.-4. júní – en GS er framkvæmdaraðili þess móts.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ