Auglýsing

Arnar Daði Svavarsson, GKG, sigraði á Íslandsmótinu í höggleik í flokki 13-14 ára drengja 2022. Úrslitin réðust í dag á Setbergsvelli í dag en leiknir voru þrír 18 holu hringir í þessum aldursflokki.

Arnar Daði lék á frábæru skori eða 6 höggum undir pari vallar, 201 höggum (73-66-71). Fjórir keppendur úr GKG röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Gunnar Þór Heimisson varð annar á -2 samtals, sem er frábært skor, (67-75-67). Benjamín Snær Valgarðsson, GKG, varð þriðji á +12 og Snorri Hjaltason, GKG, endaði í fjórða sæti á +14.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ