Þessi gripur verður án efa ekki notaður á Húsatóftavelli í Grindavík.
Auglýsing

Rúmlega 1000 kylfingar skráðu sig í rástíma eða tóku þátt í golfmótum um s.l. helgi og má með sanni segja að golfvertíðin 2016 sé hafin á Suður – og Vesturlandi hér á landi. Eins og áður hefur komið fram er ástand golfvalla landsins gott eftir veturinn og er víða leikið inn á sumarflatir nú þegar. Þar til viðbótar eru mörg hundruð íslenskir kylfingar að leika golf erlendis þessa dagana.

Um s.l. helgi nýttu kylfingar sér góða veðrið til þess að leika golf á þeim völlum sem nú þegar er búið að opna. Í Þorlákshöfn voru rúmlega 220 kylfingar skráðir í rástíma laugardag og sunnudag á Þorlákshafnarvelli.

Í Grindavík léku um 280 kylfingar golf á Húsatóftarvelli um s.l. helgi og var veðrið sérstaklega gott á sunnudaginn.


Golfmót fóru fram hjá Golfklúbbi Sandgerðis og Golfklúbbi Suðurnesja um s.l. helgi. Hjá GSG léku rúmlega 120 kylfingar á Kirkjubólsvelli og hjá nágrönnum þeirra voru um 280 kylfingar skráðir til leiks á Hólmsvelli í Leiru.

Á vetrarmótaröð Golfklúbbs Mosfellsbæjar tóku rúmlega 50 kylfingar þátt en um var að ræða 27. mótið á þessu tímabili hjá GM.

Það styttist í að golfvellir á Höfuðborgarsvæðinu og víðar opni fyrir leik inn á sumarflatir. Það fer allt eftir veðri og ytri aðstæðum á næstu vikum en útlitið er að öllu jöfnu gott hjá flestum golfklúbbum landsins.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ