Frá Jaðarsvelli. Mynd/Auðunn Níelsson
Auglýsing

Golfklúbbur Akureyrar mun halda alþjóðlegt unglingagolfmót næstu þrjú árin en frá þessu er greint á heimasíðu GA. Mótið er samstarfsverkefni GA, Viðburðastofu Norðurlands og A.R. Events – og er mótið hluti af Global Junior Golf Tour mótaröðinni sem A.R. Events stendur á bak við.

Global Junior Golf Tour mótaröðin er haldin á heimsvísu og er ætluð fyrir kylfinga á aldrinum 12–18 ára. Mótið verður haldið í tengslum við Icelandic Summer Games sem verður haldnir á Akureyri um Verslunarmannahelgina. Á þessari mótaröð fá kylfingar tækifæri til þess að keppa sín á milli í umgjörð sem er í takt við atvinnumannamót,“ segir m.a. á heimasíðu GA.

Arctic Open

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ