Sara Kristinsdóttir, Eva Kristinsdóttir, Berglind Erla Baldursdóttir og Katrín Dögg Hilmarsdóttir. Mynd/EGA
Auglýsing

Íslandsmeistaralið Golfklúbbs Mosfellsbæjar í 1. deild kvenna 2023 tók þátt á Evrópumóti golfklúbba 2023 sem fram fór á Pravets vellinum í Búlgaríu dagana 5.-7. október.

Eva Kristinsdóttir, Sara Kristinsdóttir og Berglind Erla Baldursdóttir léku fyrir hönd GM og Katrín Dögg Hilmarsdóttir var liðsstjóri.

Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur þar sem að tvö bestu skorin töldu hjá hverju liði í hverri umferð – en leiknar 54 leiknar á þremur keppnisdögum.

Alls tóku 16 klúbbar þátt. Racing Club frá Frakklandi sigraði á +4 samtals en þetta er í sjötta sinn sem klúbburinn fagnar þessum titli – og er það met. Racing Club hafði titil að verja á þessu móti.

Smörum GC frá Danmörku varð í öðru sæti á +8 samtals og Sankt Leon Rot frá Þýskalandi varð í þriðja sæti á +12 samtals.

GM endaði í 9. sæti á +37 höggum yfir pari samtals.

Eva Kristinsdóttir lék á +17 samtals (82-74-77) og endaði hún í 17. sæti í einstaklingskeppninni. Sara Kristinsdóttir lék á +20 samtals (80-78-78) og endaði hún í 21. sæti í einstaklingskeppninni.
Berglind Erla Baldursdóttir lék á +37 samtals og endaði hún í 34. sæti í einstaklingskeppninni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ