Auglýsing

Sex íslenskir keppendur komust í gegnum 1. stig úrtökumótsins fyrir Nordic Golf League atvinnumótaröðina sem fram fór dagana 4.-5. október 2023.

Mótið fór fram á Greve golfvellinum í Danmörku og komust 26 efstu áfram á lokastig úrtökumótsins sem fram fer dagana 11.-12. október. Lokaúrtökumótið fer fram á Rya golfvellinum í Helsinborg í Svíþjóð.

Alls tóku níu íslenskir keppendur þátt á þessu móti en keppendur voru alls 59.

Hlynur Bergsson (GKG) endaði í 4. sæti á pari vallar samtals (73-71). Ingi Þór Ólafson (GM) og Kristófer Karl Karlsson (GM) enduðu í 8.-10. sæti á +2 samtals. Ingi lék á (75-71) og Kristófer Karl á (74-72). Logi Sigurðsson (GS) endaði í 19.-21. sæti á +5 samtals (76-73). Aron Emil Gunnarsson (GOS) lék á +6 samtals (76-74) og endaði í 22.-24. sæti. Jóhann Frank Halldórsson var jafn í 25.-28. sæti á +7 samtals (74-77). Hann lék í fjögurra manna bráðabana um tvö laus sæti á lokaúrtökumótinu

Elvar Már Kristinsson (GR), Kristófer Orri Þórðarson (GKG) og Hákon Harðarson (Royal Golf Club) komust ekki áfram.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Alls var keppt á sex golfvöllum á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Nordic Golf League. Í Svíþjóð var keppt á þremur völlum og komust samtals 42 keppendur áfram af þeim völlum inn á lokaúrtökumótið.

Í Finnlandi komust 7 leikmenn áfram og 7 leikmenn á úrtökumóti sem fram fer í Noregi. Eins og áður segir komust 26 leikmenn áfram af úrtökumótinu sem fer fram í Danmörku.

Nordic Golf League atvinnumótaröðinni er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.

Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel á undanförnum árum og opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina (Challenge Tour). Fimm efstu á stigalistanum í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Challenge Tour og þrír sigrar á þessu tímabili tryggja einnig keppnisrétt á Challenge Tour.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ