Auglýsing

Lokastig úrtökumótsins fyrir Nordic Golf League atvinnumannamótaröðina  fór fram dagana 11.-12. október 2023 þar sem sex íslenskir kylfingar tóku þátt. Mótið fór fram á Rya golfvellinum í Svíþjóð og voru keppendur alls 93.

Keppendur í sætum 1-31 fengu keppnisrétt í flokki 7, keppendur í sætum 32-50 fengu keppnisrétt í flokki 9 og þeir sem enduðu þar fyrir neðan fengu keppnisrétt í flokki 12. Alls eru flokkarnir 14.

Ingi Þór Ólafsson (GM) og Kristófer Karl Karlsson (GM) tryggðu sér keppnisrétt í flokki 7. Ingi Þór endaði í 8.-10. sæti á +1 samtals en hann lék á (69-74). Kristófer Karl endaði í 11.-14. sæti á +2 samtals en hann lék á (74-70). 

Hlynur Bergsson (GKG) endaði í 33.-39. sæti á +6 samtals (71-77) og tryggði sér keppnisrétt í flokki 9.

Logi Sigurðsson (GS) og Aron Emil Gunnarsson (GOS) enduðu í 52.-61. sæti á +9 samtals. Logi lék á (76-75) og Aron Emil á (72-79). Jóhann Frank Halldórsson var jafn í 62.-65. sæti á +10 samtals (76-76). Þeir fá keppnisrétt í flokki 12. 

Smelltu hér fyrir stöðu og úrslit. 

Elvar Már Kristinsson (GR), Kristófer Orri Þórðarson (GKG) og Hákon Harðarson (Royal Golf Club) komust ekki áfram eftir 1. stig úrtökumótsins.

Alls var keppt á sex golfvöllum á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Nordic Golf League. Í Svíþjóð var keppt á þremur völlum og komust samtals 42 keppendur áfram af þeim völlum inn á lokaúrtökumótið. Í Finnlandi og Noregi komust 7 leikmenn áfram og 26 leikmenn komust áfram af úrtökumótinu sem fór fram í Danmörku. Allir íslensku kylfingarnir tóku þátt í Danmörku. 

Nordic Golf League atvinnumótaröðinni er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.

Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel á undanförnum árum og opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina (Challenge Tour). Fimm efstu á stigalistanum í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Challenge Tour og þrír sigrar á þessu tímabili tryggja einnig keppnisrétt á Challenge Tour.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ