Auglýsing

Golfklúbbur Kiðjabergs hélt fjöl­menn­asta golf­mót sem vitað er um að fram hafi farið í heiminum á sama vellinum á einum sólarhring, eða 24 tímum. Alls voru 404 keppendur skráðir til leiks en fyrstu keppendur hófu leik kl. 14 á föstudag og síðasti ráshópur mótsins fór af stað kl. 13:50 laugardaginn 12. júní.

Eins og áður segir voru 404 keppendur skráðir til leiks og í tilkynningu frá klúbbnum kemur fram að nýtt heimsmet hafi verið sett hvað varðar heildarfjöld á golfmóti sem fram fer á 24 tímum – allavega þangað til annað kemur í ljós.

Birkir Már Birgisson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs segir að mótið hafi gengið ótrúlega vel og er stefnt að því að 24 Open verði árlegur viðburður.

https://www.gkb.is/urslit-i-24-open

https://www.gkb.is/go-mting-i-24-open

„Þetta er búið að ganga ótrúlega vel og mér sýnist allir keppendur vera mjög ánægðir með þessa upplifun sem það er að taka þátt í svona móti,“ segir Birkir Már Birgisson, framkvæmdastjóri Golf­klúbbs­ins Kiðjabergs. „Markmið okkar var að búa til skemmtilega upplifun fyrir mótsgesti og ég held að það hafi tekist bærilega.”

Reiknað er með að þetta mót verði ár­leg­ur viðburður og spennandi kost­ur fyr­ir íslenska kylfinga og jafnframt er­lenda ferðamenn sem vilja upp­lifa að leika miðnæt­ur­golf. Það er fátt sem jafn­ast á við að leika golf á þess­um árs­tíma þegar dags­birt­u nýtur all­an sól­ar­hring­inn. Veðrið hefur verið ágætt, en þó töluveður vindur og eins var frekar kalt hjá keppendum sem voru ræstir út í nótt.

Eftir því sem best er vitað er þetta fjölmennasta golfmót allra tíma, sem leikið er á sama vellinum og ræst er út samfleytt í 24 klukkuktíma. Þeir keppendur sem voru með að þessu sinni eiga það sameiginlegt að tilheyra þessu heimsmeti!

Keppnisfyrirkomulagið var einstaklings punktakeppni með forgjöf.

Fimm efstu í mótinu:

1. Andri Sigurðsson Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 40

2. Þuríður Ingólfsdóttir Golfklúbbur Kiðjabergs 38

3. Skúli Rúnar Skúlason Golfklúbbur Reykjavíkur 38

4. Júlíus Geir Hafsteinsson Golfklúbbur Reykjavíkur 37

5. Jón Sveinbjörn Jónsson Golfklúbburinn Setberg 37

Nándarverðlaun:

3. braut: Helen Neely 38 cm – Gasgrill frá Húsasmiðjunni

7. braut: Gunnar Snær 51 cm – 10 kassar af bjór frá Ölgerðinni

12. braut: Jón Sveinbjörn 71 cm – Matar og grillveirsla frá Garra

16. braut: Heiða Guðnadóttir 40 cm – Nespresso kaffivél.


Ferðavinningar frá Icelandair eru fyrir fimm efstu sætin í mótinu. Hægt er að vitja um vinninga í golfskálanum.


Öll úrslit má sjá HÉR.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ