Auglýsing

Í dag skrifuðu Samkaup hf. og Golfklúbburinn Hella undir samning til eins árs. Um er ræða samning við Kjörbúðina sem er ný og glæsileg verslun sem opnuð var í dag á Hellu

Í tilkynningu frá GHR kemur fram að Samkaup hafi metnað til að skapa jákvætt viðhorf til Golfklúbbsins á Hellu.

Golfklúbbur Hellu er á meðal elstu golfklúbba landsins en GHR var stofnaður árið 1952 og verður klúbburinn 70 ára á næsta ári. Strandarvöllur var formlega tekin í notkun sem 18 holu völlur árið 1986 en á þeim tímapunkti voru aðeins fimm 18 holu golfvellir á landinu öllu.

Fjölmörg mót hafa farið fram á vegum GSÍ á Strandarvelli í gegnum tíðina en Íslandsmótið fór þar síðast fram árið 2012 á 60 ára afmælisári klúbbsins.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ