/

Deildu:

Auglýsing

Saga Traustadóttir, GKG og Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG eru Landsmótsmeistarar í golfhermum 2022.

Úrslitin réðust í dag í íþróttamiðstöð GKG þar sem að 8 konur og 8 karlar léku 36 holur í úrslitum mótsins. GKG var framkvæmdaraðili mótsins en þetta er í fyrsta sinn sem Landsmót í golfhermum fer fram með þessum hætti.

Mótið var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport -og var þetta í fyrsta sinn sem slíkt mót frá TrackMan golfhermum er í beinni útsendingu í sjónvarpi á landsvísu.

Í karlaflokki réðust úrslitin eftir bráðabana. Þar áttust við Gunnlaugur Árni og Kristófer Orri Þórðarson. Gunnlaugur Árni fékk fugl á 1. holu bráðabanans og tryggði sér sigurinn.

Spennan var mikil í kvennaflokknum þar sem að Saga Traustadóttir sigraði með minnsta mun. Hún lék á +1 samtals en Karen Lind Stefánsdóttir, GKG og Sara Kristinsdóttir, GM deildu öðru sætinu á +2 samtals.

Alls tóku 16 leikmenn þátt í úrslitum Landsmótsins, 8 konur og 8 karlar.

Leiknar voru 36 holur í úrslitunum og voru síðustu 18 holurnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport – í opinni dagskrá.

Keppendur gátu tekið þátt í undankeppninni á þeim stöðum þar sem að TrackMan golfhermar eru með þeim möguleika að pútta. Stillingar mótsins tryggðu að vallaraðstæður voru eins hvar sem leikið er.

Undankeppnin og fyrri úrslitakeppnin fór fram víðsvegar um landið en leikinn var höggleikur án forgjafar í karla- og kvennaflokki. Í fyrri úrslitakeppninni léku 48 efstu karlarnir og 24 efstu konurnar.

Smelltu hér til að horfa á útsendinguna.

Úrslit eftir seinni undankeppni kvenna:

Leikmaður KlúbburSkor
1Saga  TraustadóttirGKG74
2Berglind Erla BaldursdóttirGM74
3Sara KristinsdóttirGM76
4Karen Lind StefánsdóttirGKG77
5María Eir GuðjónsdóttirGM77
6Katrín Sól DavíðsdóttirGM79
7Eva KristinsdóttirGM80
8Hekla Ingunn DaðadóttirGM8138 högg á seinni 9
Varamenn
9Katrín Hörn DaníelsdóttirGKG8142 högg á seinni 9
10Bjarney Ósk HarðardóttirGR83

Úrslit eftir seinni undankeppni karla:

Leikmaður KlúbburSkor
1Kristófer Orri ÞórðarsonGKG63
2Gunnlaugur Árni SveinssonGKG65
3Guðmundur Ágúst KristjánssonGKG67
4Ólafur Marel ÁrnasonNK67
5Aron Emil GunnarssonGOS67
6Gísli SveinbergssonGK68
7Heiðar Snær BjarnasonGOS68
8Steinn Baugur GunnarssonNK6933 högg á seinni 9
Varamenn
9Aron Snær JúlíussonGKG6934 högg á seinni 9,
-3 á seinustu 6
10Guðmundur Árni ÓlafssonGKG6934 högg á seinni 9,
-1 á seinustu 6

Hér eru úrslitin úr síðari undankeppninni þar sem að 48 karlar og 24 konur voru með keppnisrétt.


Brought to you by
Brought to you by

Skor úr undankeppnum fylgdi ekki yfir í úrslitakeppnina.

Leiknar verða 36 holur til úrslita um titilinn Landsmeistari í golfhermum.

Ef leikmenn eru að jafnir í efsta sæti skal leikinn bráðabani þangað til úrslit nást. Ekki skal leikinn bráðabani ef jafnt er í öðrum sætum.

Vallaruppsetning

Undankeppnir og úrslit fara fram á TrackMan Virtual Golf2 Leirdalsvelli GKG.

Stillingar eru fyrirfram ákveðnar og eru eins í öllum hermum. Brautir og flatir eru stilltar á miðlungs mýkt og hraða (flatir 9 fet á Stimp). Holustaðsetningar eru medium. Enginn vindur. Pútt eru hluti af leiknum og hermir því stilltur á Manual pútt. Hermir gefur pútt innan við 2,4 metra.

Leikið er á teigum 59 í karlaflokki og teigum 52 í kvennaflokki.

Sérregla

Í þeim tilvikum sem TrackMan bætir við höggi vegna tæknilegra orsaka (t.d. ef hermir telur högg þó um æfingasveiflu sé að ræða), þá er heimilt að velja mulligan og endurtaka höggið. Kerfið skráir að leikmaður hafi tekið mulligan, og mun mótsstjórn skoða þau tilfelli sem slíkt er valið. Ef leikmaður hefur valið mulligan án þess að hafa gilda ástæðu til þess, fær viðkomandi frávísun úr mótinu.

Verðlaun:

Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum flokki auk þess sem sigurvegarar fá farandbikar.

sæti: 100.000 kr.

sæti: 50.000 kr.

sæti: 30.000 kr.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ