GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Vormót GÞ hefst laugardaginn 24. maí á Þorláksvelli hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar.

Í mótinu munu keppendur leika 36 holur án forgjafar í breyttri punktakeppni, bæði í liðakeppni og einstaklingskeppni. Leiknar eru 18 holur á laugardegi í ProAm móti og 18 holur á sunnudegi. Stigagjöf er eftirfarandi:

  • Albatross: 8 punktar
  • Örn: 5 punktar
  • Fugl: 2 punktar
  • Par: 0 punktar
  • Skolli: -1 punktur
  • Tvöfaldur skolli eða verra: -3 punktar

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Keppendur eru alls 42, sem var hámarksfjöldi í mótið. Koma þeir frá 9 klúbbum víðs vegar af landinu.

Í karlaflokki eru 34 keppendur. Meðalforgjöf í karlaflokki er +2, sú lægsta er +5.3 og sú hæsta er 0.7. Fimmtán kylfingar eru með +2 eða lægra í forgjöf, og má því búast við hörkuskori í mótinu. Sigurvegari Vormóts GM, Andri Már Óskarsson er á meðal keppenda. Einnig mæta Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Emil Gunnarsson, sem voru í verðlaunasæti á síðasta móti.

Í kvennaflokki eru 8 keppendur. Meðalforgjöf keppenda er 2.9, sú lægsta er +1.1 og sú hæsta er 7. Engin af efstu fjórum keppendunum úr Vormóti GM tekur þátt þessa helgina þannig búast má við sveiflum á stigalistanum.

GR á flesta keppendur í mótinu eða 14 talsins, GK er með 8 keppendur og GKG eru með 7.

KlúbburKonurKarlarSamtals
GA011
GBO011
GK268
GKG347
GM134
GOS235
GR01414
GS011
NK011

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ