GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Vormót GM hefst laugardaginn 17. maí á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Mótið er fyrsta mót tímabilsins á GSÍ mótaröðinni og verða leiknar 36 holur yfir helgina. Fyrirkomulag mótsins er breytt punktakeppni, en stigagjöfin er eftirfarandi:

  • Albatross: 8 punktar
  • Örn: 5 punktar
  • Fugl: 2 punktar
  • Par: 0 punktar
  • Skolli: -1 punktur
  • Tvöfaldur skolli eða verra: -3 punktar

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Keppendur eru alls 61, og koma frá 8 klúbbum víðs vegar af landinu.

Í karlaflokki er 51 keppandi. Meðalforgjöf í karlaflokki er +0.7, sú lægsta er +6.1 og sú hæsta er 3.6. Fimmtán kylfingar eru með +2 eða lægra í forgjöf, og má því búast við hörkuskori í mótinu. Fyrrum Íslandsmeistararnir Axel Bóasson og Kristján Þór Einarsson eru á meðal keppenda, sem og ríkjandi meistari Hvaleyrarbikarsins, Tómas Eiríksson Hjaltested.

Í kvennaflokki eru 10 keppendur. Meðalforgjöf keppenda er 3.3, sú lægsta er 0.2 og sú hæsta er 7.

GR á flesta keppendur í mótinu eða 19 talsins, GM er með 14 keppendur á meðan GK og GKG eru með 9.

KlúbburKonurKarlarSamtals
GK189
GKB011
GKG279
GL033
GM5914
GOS145
GR11819
NK011

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ