Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, hefur leik þann 2. febrúar á Vipingo Ridge mótinu sem fram fer í Kenía í Afríku.

Mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni, sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í kvennaflokki.

Guðrún Brá fór í gegnum úrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröðina í lok síðasta árs. Hún mun leika á fjölmörgum mótum á þessu ári – og er mótið í Kenía það fyrsta á keppnistímabilinu 2023.

Í fyrra tók Guðrún Brá þátt á þessu móti, þar sem hún endaði í 55. sæti.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á mótinu í Kenía.

Vipingo Ridge golfsvæðið er á náttúrverndarsvæði – þar sem að villt dýr eiga sín heimkynni. Sérþjálfaðir starfsmenn eru ávallt til staðar á vallarsvæðinu. Kylfingar fá því einstakt tækifæri til þess að upplifa golfsvæðið í nánælgð við óspillta náttúru og villt dýr.

Á meðal dýrategunda sem er að finna á golfvallarsvæðinu eru gíraffar, sebrahestar, Impalahirtir, antilópur af ýmsum tegundum,

Nánar um golfvallarsvæðið hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ