/

Deildu:

Auglýsing

Út er komið nýtt fræðslurit um áburðargjöf á golfvöllum, með áherslu á flatir. Í því er fjallað um nálgun sem nefnd er Markviss næringargjöf, eða Precision fertilizing á ensku. Ritið er afrakstur rannsókna sem m.a. hafa verið fjármagnaðar af STERF, sem er sameiginlegur rannsóknasjóður Norrænu golfsambandanna. Þar er GSÍ á meðal, en efnið var þýtt á íslensku í samtarfi við GSÍ og Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi, SÍGÍ.

Einar Gestur Jónasson, vallarstjóri á Garðavelli á Akranesi og stjórnarmaður í STERF fyrir hönd GSÍ, segir útgáfu ritsins stóran áfanga. „Þó að ítarlegar upplýsingar megi finna í ritinu, þá er útgáfa þess ákveðin tilraun til að fjalla megi um þennan þátt golfvallaumsjónar á mannamáli,“ segir Einar Gestur Jónasson, vallarstjóri á Garðavelli á Akranesi og stjórnarmaður í STERF fyrir hönd GSÍ.

Einnig hefur verið útbúið stutt myndskeið, þar sem farið er í færri orðum yfir efni ritsins og meginatriði sem hafa þarf í huga þegar næringargjöf er annars vegar.

„Nær allir stærri golfklúbbar eiga auðvelt með að tileinka sér þessa nálgun eftir því sem þeir vilja, því hún gerir að miklu leyti ráð fyrir að þeir úði fljótandi áburði á flatirnar, sem þeir gera, í stað þess að dreifa kornaáburði eins og flestir smærri klúbbarnir gera. Í myndskeiðinu staðfærum við efnið aðeins svo það henti smærri, íslenskum golfklúbbum betur, m.a. með því að sýna stutt innslag frá Bjarna Hannessyni, grasvallatæknifræðingi og vallastjóra Golfklúbbs Mosfellsbæjar, þar sem hann sýnir okkur hvernig innleiða má úðun fljótandi áburðar án þess að verja til þess óhóflega miklu fé,“ segir Einar Gestur.

Ritið má finna í íslenskri þýðingu, sem unnin var af Edwin Roald, hér á golf.is, en einnig á íslensku, ensku og fleiri tungumálum á vef STERF, sterf.org.

Tenglar:

Ritið á íslensku

Ritið á ensku


Precision fertilisation now available in Icelandic

STERF’s updated handbook from 2021 on Precision fertilisation is now available in Icelandic. The translation was a collaborative effort between the Golf Union of Iceland and SÍGÍ, the Icelandic Groundsmen and Greenkeepers’ Association, and also includes a short online, narrated slide video adapted to the needs of many of Iceland’s smaller, rural nine-hole courses and clubs that are primarily run by volunteers.

Links, both in Icelandic:

The handbook

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ