Golfsamband Íslands

Vikar og Ragnhildur sigruðu á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni

Vikar Jónassson úr GK og Ragnhildur Kristinsdóttir GR sigruðu á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þetta er fyrsti sigur hins tvítuga Vikars á mótaröð þeirra bestu en þriðji sigur Ragnhildar sem er 19 ára gömul.

Mótið var fjórða mótið af alls átta á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu 2016-2017.

Mikil spenna var í karlaflokknum fyrir lokahringinn þar sem Vikar Jónasson úr GK tryggði sér sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni með fugli á lokaholunni. Vikar lenti í glompu við 18. flötina í öðru högginu en holan er par 5. Hann sló glæsilegt högg úr glompunni og setti síðan niður um 2 metra pútt fyrir sigrinum en hann lék lokahringinn á 70 högugm eða -1. Hákon Örn Magnússon úr GR var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn. Hann lék á +2 í dag og var einu höggi á eftir Vikari. Kristján Þór Einarsson úr GM og Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG deildu þriðja sætinuá -3 samtals.

„Ég hef æft mikið undanfarin misseri og þá sérstaklega púttin. Það hefur skilað árangri og ég er mjög ánægður að hafa brotið ísinn og sigrað í fyrsta sinn á ferlinum. Mér leið vel á hringnum í dag og sérstaklega eftir að Birgir Björn Magnússon félagi minn úr Keili gerðist aðstoðarmaður minn  eftir að hann hafði lokið leik. Þá varð andrúmsloftið létt og skemmtilegt – og mér leið vel í dag,“ sagði Vikar Jónasson eftir hringinn í dag.

1. Vikar Jónasson, GK (68-69-70) 207 högg -6
2. Hákon Örn Magnússon, GR (65-70-73) 208 högg -5
3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (67-76-67) 210 högg -3
3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-71-68) 210 högg -3
5. Henning Darri Þórðarson, GK (71-71-69) 211 högg -2
6. Hlynur Bergsson, GKG (70-72-70) 212 högg -1
7. Heiðar Davíð Bragason, GHD (74-68-71) 213 högg par
8.-10. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (70-73-71) 214 högg +1
8.-10. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (74-69-71) 214 högg +1
8.-10. Theodór Emil Karlsson, GM (71-71-72) 214 högg +1

Fannar Ingi Steingrímsson, Kristján Þór Einarsson, Vikar Jónasson, Hákon Örn Magnússon. Mynd/seth@golf.is

Ragnhildur Kristinsdóttir var tveimur höggum á eftir Sögu Traustadóttur liðsfélaga sínum úr GR fyrir lokahringinn Ragnhildu sýndi styrk sinn þegar mest á reyndi og lék á einu höggi undir pari og sigraði með fjögurra högga mun. Þetta er þriðji sigur Ragnhildar á Eimskipsmótaröðinni. „Ég hrökk í gang í gær á öðrum keppnisdeginum þegar ég fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum. Það breytti miklu fyrir sjálfstraustið og ég var ákveðinn í því að sigra þegar ég mætti í dag á teig,“ sagði Ragnhildur eftir hringinn í dag.

Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG varð í þriðja sæti en þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára gamli kylfingur er á verðlaunapalli á mótaröð þeirra bestu á Eimskipsmótaröðinni. Hulda Clara sigraði í flokki 15-16 ára um s.l. helgi á Íslandsbankamótaröð unglinga.

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (76-73-70) 219 högg +6
2. Saga Traustadóttir, GR (74-73-76) 223 högg +10
3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (74-75-76) 225 högg +12
4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (72-77-78) 227 högg +14
5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-78-76) 230 högg +17

Frá vinstri: Hulda Clara Gestsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Saga Traustadóttir. Mynd/seth@golf.is

Fylgst var  með gangi mála hér fyrir neðan og skor keppenda uppfært með reglulegu millibili.

Staðan hjá 20 efstu á Símamótinu: 

Staðan á Símamótinu:

Myndasyrpa frá 1. keppnisdegi Símamótsins: 1. keppnisdagur:

Hákon Örn Magnússon úr GR er í efsta sæti fyrir lokahringinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Hákon, sem er 19 ára gamall, lék á einu höggi undir pari í dag á öðrum keppnisdeginum og er hann samtals á -7. Hann jafnaði vallarmetið á Hamarsvelli í Borgarnesi á fyrsta hringnum þegar hann lék á 65 höggum eða -6. Vikar Jónasson úr GK er í öðru sæti á -5 samtals en hann lék á 69 höggum í dag eða -2.

 

Hákon Örn Magnússon, GR. Mynd/seth@golf.is


Hákon og Vikar eru í nokkrum sérflokki það sem af er Símamótinu en fimm kylfingar eru jafnir í 3.-7. sæti á pari vallar samtals. Heiðar Davíð Bragason úr GHD lék vel í dag eða á -3 og er var það besti hringurinn á öðrum keppnisdeginum.

 

Vikar Jónasson, GK. Mynd/seth@golf.is


Lokahringurinn fer fram á sunnudaginn á Hamarsvelli en þetta er fjórða mótið af alls átta á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu 2016-2017.

  1. Hákon Örn Magnússon, GR (65-70) 135 högg -7
  2. Vikar Jónasson, GK (68-69) 137 högg -5

3.-7. Heiðar Davíð Bragason, GHD (74-68) 142 högg par
3.-7. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-71) 142 högg par
3.-7. Theodór Emil Karlsson, GM (71-71) 142 högg par
3.-7.  Henning Darri Þórðarson, GK (71-71) 142 högg par
3.-7. Hlynur Bergsson, GKG (70-72) 142 högg par
8.-12. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (74-69) 143 högg +1
8.-12. Aron Snær Júlíusson, GKG (73-70) 143 högg +1
8.-12. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (70-73) 143 högg +1
8.-12. Kristófer Karl Karlsson, GM (67-76) 143 högg +1
8.-12. Kristján Þór Einarsson, GM (67-76) 143 högg +1-

Saga Traustadóttir úr GR er með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Saga, sem er 19 ára gömul, lék á 73 höggum í dag eða +2 á öðrum keppnisdeginum af alls þremur. Hún er samtals á 5 höggum yfir pari vallar. Þrír kylfingar eru jafnir í 2. sæti á +7 samtals, og þar á meðal Helga Kristín Einarsdóttir úr GK sem var efst eftir fyrsta keppnisdaginn.

 

Saga Traustadóttir. Mynd: seth@golf.is
  1. Saga Traustadóttir, GR (74-73) 147 högg +5

2.-4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (76-73) 149 högg +7
2.-4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (74-75) 149 högg +7
2.-4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (72-77) 149 högg +7
5.-6. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG (76-78) 154 högg +12
5.-6. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-78) 154 högg +12

Staðan hjá 20 efstu á Símamótinu: 

Staðan á Símamótinu:

Myndasyrpa frá 1. keppnisdegi Símamótsins: 

Hákon Örn Magnússon úr GR jafnaði vallarmetið í dag á Hamarsvelli þegar hann lék á 65 höggum eða -6 á fyrsta keppnisdeginum. Bjarki Pétursson úr GB deilir nú vallarmetinu með Hákoni.

Hákon, sem er 19 ára gamall, er með tveggja högga forskot en keppni lýkur á sunnudaginn og verða leiknir þrír 18 holu hringir.

Hákon Örn Magnússon. Mynd/seth@golf.is

Hinn 16 ára gamli Kristófer Karl Karlsson lék á -4 í dag líkt og félagi hans úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, Kristján Þór Einarsson. Í næstu sætum þar á eftir koma Lárus Ingi Antonsson úr GA sem er fæddur árið 2002 og er 15 ára og Vikar Jónasson úr GK sem er tvítugur.

Kristófer Karl Karlsson. Mynd/seth@golf.is

Gott skor var á Hamarsvelli í dag þrátt fyrir að völlurinn sé nokkuð þungur og blautur eftir miklar rigningar að undanförnu. Ástand vallarsins er samt sem áður gott.

Kristján Þór Einarsson. Mynd/seth@golf.is

Helga Kristín Einarsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er efst í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdegi af alls þremur á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Keppni hófst í morgun á Hamarsvelli í Borgarnesi og er þetta fjórða mótið af alls á keppnistímabilinu 2016-2017.

Helga Kristín, sem er 21 árs gömul, lék á 72 höggum eða einu höggi yfir pari vallar. Jafnar í öðru sæti eru hin 15 ára gamla Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG og Saga Traustadóttir sem er 19 ára. Fimm kylfingar eru jafnir í 4.-8. sæti og þar á meðal Berglind Björnsdóttir sem sigraði á Egils Gullmótinu í maí á Hólmsvelli í Leiru.

1. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 72 högg +1
2.- 3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 74 högg +3
2.- 3. Saga Traustadóttir, GR 74 högg + 3
4.-8. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 76 högg +5
4.-8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 76 högg +5
4.-8. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 76 högg +5
4.-8. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 76 högg +5
4.-8. Berglind Björnsdóttir, GR 76 högg +5
9. Heiða Guðnadóttir, GM 79 högg +8
10. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA 80 högg +9

Helga Kristín Einarsdóttir, GK. Mynd/seth@golf.is
Hulda Clara Gestsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Saga Traustadóttir, GR. Mynd/seth@golf.is

Staðan hjá 20 efstu á Símamótinu: 

Staðan á Símamótinu:

Exit mobile version