Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir var hársbreidd frá því að komast inn á Opna bandaríska meistaramótið eftir úrtökumót á Englandi. Valsdís lék á einu höggi yfir pari vallar á 36 holum og komst hún í þriggja manna bráðabana um tvö laus sæti á risamótinu.

Caroline Hedwall frá Svíþjóð og Carly Booth frá Skotlandi léku á -1 samtals og komust beint inn á risamótið. Kelsey MacDonald frá Skotlandi og Meghan MacLaren frá Englandi komust áfram eftir bráðabanann gegn Valdísi Þóru sem fékk skolla á meðan þær fengu par.

Valdís Þóra var því hársbreidd frá því að komast inn á risamótið en íslenskur kylfingur hefur aldrei komist inn á risamót í kvenna – eða karlaflokki.

Það er ekki öll von úti hjá Valdísi Þóru en hún er fyrsti varamaður til þess að komast inn á mótið sem fram fer í júlí. Mótið fer fram á Bedminster í New Jersey, dagana 13.-16. júlí. Í fyrra komst fyrsti varamaðurinn inn þannig að líkurnar eru ágætar að Valdís Þóra komist inn á risamótið.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ