Auglýsing

Vikar Jónassson úr GK og Ragnhildur Kristinsdóttir GR sigruðu á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þetta er fyrsti sigur hins tvítuga Vikars á mótaröð þeirra bestu en þriðji sigur Ragnhildar sem er 19 ára gömul.

Mótið var fjórða mótið af alls átta á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu 2016-2017.

Mikil spenna var í karlaflokknum fyrir lokahringinn þar sem Vikar Jónasson úr GK tryggði sér sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni með fugli á lokaholunni. Vikar lenti í glompu við 18. flötina í öðru högginu en holan er par 5. Hann sló glæsilegt högg úr glompunni og setti síðan niður um 2 metra pútt fyrir sigrinum en hann lék lokahringinn á 70 högugm eða -1. Hákon Örn Magnússon úr GR var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn. Hann lék á +2 í dag og var einu höggi á eftir Vikari. Kristján Þór Einarsson úr GM og Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG deildu þriðja sætinuá -3 samtals.

„Ég hef æft mikið undanfarin misseri og þá sérstaklega púttin. Það hefur skilað árangri og ég er mjög ánægður að hafa brotið ísinn og sigrað í fyrsta sinn á ferlinum. Mér leið vel á hringnum í dag og sérstaklega eftir að Birgir Björn Magnússon félagi minn úr Keili gerðist aðstoðarmaður minn  eftir að hann hafði lokið leik. Þá varð andrúmsloftið létt og skemmtilegt – og mér leið vel í dag,“ sagði Vikar Jónasson eftir hringinn í dag.

1. Vikar Jónasson, GK (68-69-70) 207 högg -6
2. Hákon Örn Magnússon, GR (65-70-73) 208 högg -5
3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (67-76-67) 210 högg -3
3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-71-68) 210 högg -3
5. Henning Darri Þórðarson, GK (71-71-69) 211 högg -2
6. Hlynur Bergsson, GKG (70-72-70) 212 högg -1
7. Heiðar Davíð Bragason, GHD (74-68-71) 213 högg par
8.-10. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (70-73-71) 214 högg +1
8.-10. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (74-69-71) 214 högg +1
8.-10. Theodór Emil Karlsson, GM (71-71-72) 214 högg +1

Fannar Ingi Steingrímsson Kristján Þór Einarsson Vikar Jónasson Hákon Örn Magnússon Myndsethgolfis

Ragnhildur Kristinsdóttir var tveimur höggum á eftir Sögu Traustadóttur liðsfélaga sínum úr GR fyrir lokahringinn Ragnhildu sýndi styrk sinn þegar mest á reyndi og lék á einu höggi undir pari og sigraði með fjögurra högga mun. Þetta er þriðji sigur Ragnhildar á Eimskipsmótaröðinni. „Ég hrökk í gang í gær á öðrum keppnisdeginum þegar ég fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum. Það breytti miklu fyrir sjálfstraustið og ég var ákveðinn í því að sigra þegar ég mætti í dag á teig,“ sagði Ragnhildur eftir hringinn í dag.

Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG varð í þriðja sæti en þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára gamli kylfingur er á verðlaunapalli á mótaröð þeirra bestu á Eimskipsmótaröðinni. Hulda Clara sigraði í flokki 15-16 ára um s.l. helgi á Íslandsbankamótaröð unglinga.

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (76-73-70) 219 högg +6
2. Saga Traustadóttir, GR (74-73-76) 223 högg +10
3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (74-75-76) 225 högg +12
4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (72-77-78) 227 högg +14
5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-78-76) 230 högg +17

Frá vinstri Hulda Clara Gestsdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir Saga Traustadóttir Myndsethgolfis

Fylgst var  með gangi mála hér fyrir neðan og skor keppenda uppfært með reglulegu millibili.

Staðan hjá 20 efstu á Símamótinu: 

Staðan á Símamótinu:

Myndasyrpa frá 1. keppnisdegi Símamótsins: 



1. keppnisdagur:

Hákon Örn Magnússon úr GR er í efsta sæti fyrir lokahringinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Hákon, sem er 19 ára gamall, lék á einu höggi undir pari í dag á öðrum keppnisdeginum og er hann samtals á -7. Hann jafnaði vallarmetið á Hamarsvelli í Borgarnesi á fyrsta hringnum þegar hann lék á 65 höggum eða -6. Vikar Jónasson úr GK er í öðru sæti á -5 samtals en hann lék á 69 höggum í dag eða -2.

 

Hákon Örn Magnússon GR Myndsethgolfis


Hákon og Vikar eru í nokkrum sérflokki það sem af er Símamótinu en fimm kylfingar eru jafnir í 3.-7. sæti á pari vallar samtals. Heiðar Davíð Bragason úr GHD lék vel í dag eða á -3 og er var það besti hringurinn á öðrum keppnisdeginum.

 

Vikar Jónasson GK Myndsethgolfis


Lokahringurinn fer fram á sunnudaginn á Hamarsvelli en þetta er fjórða mótið af alls átta á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu 2016-2017.

  1. Hákon Örn Magnússon, GR (65-70) 135 högg -7
  2. Vikar Jónasson, GK (68-69) 137 högg -5

3.-7. Heiðar Davíð Bragason, GHD (74-68) 142 högg par
3.-7. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-71) 142 högg par
3.-7. Theodór Emil Karlsson, GM (71-71) 142 högg par
3.-7.  Henning Darri Þórðarson, GK (71-71) 142 högg par
3.-7. Hlynur Bergsson, GKG (70-72) 142 högg par
8.-12. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (74-69) 143 högg +1
8.-12. Aron Snær Júlíusson, GKG (73-70) 143 högg +1
8.-12. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (70-73) 143 högg +1
8.-12. Kristófer Karl Karlsson, GM (67-76) 143 högg +1
8.-12. Kristján Þór Einarsson, GM (67-76) 143 högg +1-

Saga Traustadóttir úr GR er með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Saga, sem er 19 ára gömul, lék á 73 höggum í dag eða +2 á öðrum keppnisdeginum af alls þremur. Hún er samtals á 5 höggum yfir pari vallar. Þrír kylfingar eru jafnir í 2. sæti á +7 samtals, og þar á meðal Helga Kristín Einarsdóttir úr GK sem var efst eftir fyrsta keppnisdaginn.

 

Saga Traustadóttir Mynd sethgolfis
  1. Saga Traustadóttir, GR (74-73) 147 högg +5

2.-4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (76-73) 149 högg +7
2.-4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (74-75) 149 högg +7
2.-4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (72-77) 149 högg +7
5.-6. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG (76-78) 154 högg +12
5.-6. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-78) 154 högg +12

Staðan hjá 20 efstu á Símamótinu: 

Staðan á Símamótinu:

Myndasyrpa frá 1. keppnisdegi Símamótsins: 

Hákon Örn Magnússon úr GR jafnaði vallarmetið í dag á Hamarsvelli þegar hann lék á 65 höggum eða -6 á fyrsta keppnisdeginum. Bjarki Pétursson úr GB deilir nú vallarmetinu með Hákoni.

Hákon, sem er 19 ára gamall, er með tveggja högga forskot en keppni lýkur á sunnudaginn og verða leiknir þrír 18 holu hringir.

Hákon Örn Magnússon Myndsethgolfis

Hinn 16 ára gamli Kristófer Karl Karlsson lék á -4 í dag líkt og félagi hans úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, Kristján Þór Einarsson. Í næstu sætum þar á eftir koma Lárus Ingi Antonsson úr GA sem er fæddur árið 2002 og er 15 ára og Vikar Jónasson úr GK sem er tvítugur.

Kristófer Karl Karlsson Myndsethgolfis

Gott skor var á Hamarsvelli í dag þrátt fyrir að völlurinn sé nokkuð þungur og blautur eftir miklar rigningar að undanförnu. Ástand vallarsins er samt sem áður gott.

Kristján Þór Einarsson Myndsethgolfis

Helga Kristín Einarsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er efst í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdegi af alls þremur á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Keppni hófst í morgun á Hamarsvelli í Borgarnesi og er þetta fjórða mótið af alls á keppnistímabilinu 2016-2017.

Helga Kristín, sem er 21 árs gömul, lék á 72 höggum eða einu höggi yfir pari vallar. Jafnar í öðru sæti eru hin 15 ára gamla Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG og Saga Traustadóttir sem er 19 ára. Fimm kylfingar eru jafnir í 4.-8. sæti og þar á meðal Berglind Björnsdóttir sem sigraði á Egils Gullmótinu í maí á Hólmsvelli í Leiru.

1. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 72 högg +1
2.- 3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 74 högg +3
2.- 3. Saga Traustadóttir, GR 74 högg + 3
4.-8. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 76 högg +5
4.-8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 76 högg +5
4.-8. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 76 högg +5
4.-8. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 76 högg +5
4.-8. Berglind Björnsdóttir, GR 76 högg +5
9. Heiða Guðnadóttir, GM 79 högg +8
10. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA 80 högg +9

Helga Kristín Einarsdóttir GK Myndsethgolfis
Hulda Clara Gestsdóttir Myndsethgolfis
Saga Traustadóttir GR Myndsethgolfis

Staðan hjá 20 efstu á Símamótinu: 

Staðan á Símamótinu:

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ