Viðtal við Kára Sölmundarson, formann Golfklúbbsins Odds, þar sem að Evrópumót stúlknalandsliða fer fram dagana 5.-9. júlí.
Þetta er í annað sinn sem mót á vegum Evrópska golfsambandsins fer fram á Urriðavelli og segir Kári að félagsmenn í Oddi fylgist spenntir með gangi mála hjá stúlkunum – sem verða í framtíðinni í aðalhlutverki á atvinnugolfmótaröðum í kvennaflokki.
Veðrið lék við keppendur fyrstu tvo keppnisdagana eins og sjá má í þessu viðtali við Kára sem tekið var á 1. teig á Urriðavelli þar sem að Kári var í því hlutverki að kynna keppendur til leiks.