Stúlknalandslið Íslands 2022. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Golfsambandið vinnur að fjölgun kylfinga og aukinni þátttöku kvenna þannig að hlutfall kvenna verði um 40% fyrir árslok 2027. Í dag eru 33% af öllum skráðum kylfingum á íslandi konur sem gefur okkur sæti á topp 10 lista Evrópuþjóða með hæsta hlutfall kvenna. Austurríki trónir þar efst með 38% konur annars er meðaltalið í Evrópu 26% konur.  

Golfsambandið styður sérstaklega við verkefni og viðburði sem golfklúbbar og samstarfsaðilar standa fyrir sem snúa sérstaklega að konum. Sem dæmi má nefna Evrópumót stúlknalandsliða á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi sem fram fer 5.-9. júlí nk. og hvetjum við alla til að mæta og fylgjast með.

GSÍ í samstarfi með KPMG standa fyrir golfdögum víðsvegar um landið í sumar. Töluverð fjölgun hefur orðið á kvennkyns golfkennurum innan samtaka atvinnukylfinga

Í dag eru rúmlega 7 þúsund konur skráðar í golfklúbba. Ef við gerum ráð fyrir 2% aukningu á félagsmönnum á hverju ári næstu 6 ár þá gæti fjöldi kvenna verið kominn yfir 10 þúsund árið 2027.

Hér má sjá þróun í fjölda kvenna frá 2005.

Margir golfklúbbar eru markvisst að bæta sitt kvennastarf og bjóða upp ýmsa viðburði sem snúa að konum. Einhverjir golfklúbbar taka sérstaklega frá rástíma fyrir konur á ákveðnum tíma dagsins. Kvennanefndir eru virkari en áður og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá en hægt er kynna sér það á vef- eða fésbókarsíðum golfklúbbana.

Hér má sjá hlutfall kvenna í golfklúbbum.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ