Í Mix mótaröð 16 ára og yngri byrjenda var leikið í fimm mótum í sumar og í sex mótum í Kristals mótaröðinni. Alls tóku í 85 þátt Mix mótaröðinni og 67 sem tóku þátt í Kristals mótaröðinni. Veitt var medalía fyrir þátttöku í a.m.k. einu móti í Mix mótaröðinni.

Í hvorri mótaröð þurfti að klára þrjú mót til að taka þátt í heildarkeppninni. Hér fyrir neðan má sjá verðlaunasætin í hvorri mótaröð fyrir sig en einnig er hægt að smella á viðeigandi krækjur til að sjá árangur allra keppenda.

Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangur, og þökkum öllum þátttakendum og aðstandendum fyrir mjög ánægjulegt sumar. Vetraræfingarnar hefjast síðan 6. nóvember og er hægt að sjá upplýsingar og skráningu hér.

Heildarúrslit Mix – punktakeppni
Heildarúrslit Kristals – punktakeppni
Heildarúrslit Kristals – höggleikur