/

Deildu:

Frá Íslandsmóti eldri kylfinga á Garðavelli 2016. LEK.
Auglýsing

Síðasta mót ársins hjá LEK fór fram sunnudaginn 18. september á Leirdalsvelli í umsjón GKG, en Borgun var helsti stuðningsaðili mótsins að þessu sinni.

Leikfyrirkomulag var punktakeppni, betri bolti, þar sem tveir leika saman í liði og betra skor á holu er talið.

Ræst var út samtímis á öllum teigum og kylfingum til hróss, luku allir leik á innan við fjórum og hálfum tíma.

Veitt voru verðlaun fyrir 12 efstu sætin, nándarverðlaun á öllum par 3 brautum og lengsta teighögg á 1. braut, bæði karla og kvenna.

Gífurlegur fjöldi verðlauna var í boði og þegar dregið hafði verið úr skorkortum fór svo að allir viðstaddir höfðu fengið einhvern glaðning.

Fjölmargir velunnarar LEK styrktu samtökin með vinningum svo sem: Icelandair, Wow air, Heimsferðir, Bláa lónið, Zo-On, Golfbúðin Dalshrauni, Golfverslunin Örninn, Golfbrautin Ármúla, Sérmerkt, Einar Farestveit, Hótel Holt, Nói Síriús, Nýherji, Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, Golfklúbbur Suðurnesja, Golfklúbbur Sandgerðis, Jóhann P. Andersen, Magdalena S. Þórisdóttir, auk fjölmargra annarra.

Sigurvegarar með 47 punkta urðu landsliðsmennirnir Guðlaugur Kristjánsson og Þórhallur Sigurðsson.

Lengsta teighökk kvenna: Anna Snædís Sigmarsdóttir GK

Lengsta teighögg karla: Rúnar Svanholt GR

Næstir holu í upphafshöggi:

2. braut : Benedikt Gunnarsson GSG 3,63 metrar

4. braut: Hörður Sigurðsson GR 1,41 metri

9. braut: Andrés I. Guðmundsson GKG 5,13 metrar

11. braut: Sæbjörn Guðmundsson GR 0,91 metri

13. braut: Kristín Ó. Ragnarsdóttir GR 1,32 metrar

17. braut: Rudolf Nielsen GR 0,53 metrar

Við þökkum eldri kylfingum fyrir þáttökuna í mótunum á þessu ári og vonumst til að sjá þá sem flesta á næsta ári.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ