/

Deildu:

Auglýsing

Íslenska karlalandsliðið í golfi endaði í 25. sæti á HM áhugakylfinga sem fram fór í Mexíkó. Ísland lék samtals ´-2 á 72 holum en tvö bestu skorin á hverjum hring taldi. Ástralía var með mikla yfirburði á þessu móti og fögnuðu Heimsmeistaratitlinum.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á 69 höggum á lokahringnum eða -2 en Andri Þór Björnsosn lék á 75 höggum eða +4. Skorið hjá Haraldi Franklín Magnús taldi ekki á lokahringnum.

Ísland endaði í 25. sæti af alls 71 þjóð sem tók þátt. GR-ingarnir sem skipuðu landsliðið að þessu sinni voru að leika á sínu síðasta áhugamannamóti fyrir Íslands hönd þar sem þeir eru allir á leið í atvinnumennsku núna á næstu vikum. Þeir verða allir á meðal keppenda á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í október.

[quote_box_center]Ísland endaði í 25. sæti af alls 71 þjóð sem tók þátt. GR-ingarnir sem skipuðu landsliðið að þessu sinni voru að leika á sínu síðasta áhugamannamóti fyrir Íslands hönd þar sem þeir eru allir á leið í atvinnumennsku núna á næstu vikum. Þeir verða allir á meðal keppenda á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í október.[/quote_box_center]

Staðan og skor keppenda á HM:

Heimasíða mótsins:

„Strákarnir ætluðu sér að ná besta árangri íslensks landsliðs á HM frá upphafi, sem er 19. sætið. Liðið spilaði frekar stöðugt golf alla dagana við nokkuð erfiðar aðstæður en mikill hiti og raki er í Mexíkó þessa stundina. Þetta eru frekar framandi aðstæður fyrir íslenska kylfinga. Þrátt fyrir það var spilamennskan stöðug en okkur vantaði virkilega að ná einum mjög lágum hring. Það hefði skipt miklu máli en hann lét á sér standa. Í heildina erum við sáttir við árangurinn þótt stærsta markmiðinu hafi ekki verið náð. Strákarnir geta lært mikið af þessari reynslu sinni en nú tekur atvinnumennskan við hjá þeim öllum. Það hefði verið skemmtilegt að enda áhugamannaferilinn með topp 20 árangri en það kemur síðar. Nú taka næstu kylfingar við keflinu,“ sagði Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og liðsstjóri á HM.Strákarnir geta lært mikið af þessari reynslu sinni en nú tekur atvinnumennskan við hjá þeim öllum. Það hefði verið skemmtilegt að enda áhugamannaferilinn með topp 20 árangri en það kemur síðar. Nú taka næstu kylfingar við keflinu.[/pull_quote_right]

[quote_box_center]Strákarnir geta lært mikið af þessari reynslu sinni en nú tekur atvinnumennskan við hjá þeim öllum. Það hefði verið skemmtilegt að enda áhugamannaferilinn með topp 20 árangri en það kemur síðar. Nú taka næstu kylfingar við keflinu.[/quote_box_center]

Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í 23. sæti í einstaklingskeppninni á -4 samtals. (70-72-71-69) 282 högg.
Andri Þór Björnsson endaði í 94. sæti í einstaklingskeppninni á +9 samtals. (71-75-74-75) 295 högg

Haraldur Franklín Magnús endaði í 108. sæti á +12 samtals (76-70 -72-80) 298 högg

Lokastaðan
:
1. Ástralía 534 högg -38
2. England 553 högg -19
3.- 4. Austurríki 554 högg -18
3.- 4. Írland 554 högg -18
5. Noregur 555 högg -17
6.- 7. Nýja-Sjáland 557 högg -15
6.- 7. Bandaríkin 557 högg -15
8. Pólland 558 högg -14
9.-10. Kanada 560 högg -12
9.-10. Spánn 560 högg -12
11. Skotland 561 högg -11
12. Þýskaland 562 högg -10
13.- 15. Venesúela 563 högg -9
13.- 15. Suður-Kórea 563 högg -9
13.- 15. Svíþjóð 563 högg -9
16.- 20. Wales 564 högg -8
16.- 20. Frakkland 564 högg -8
16.- 20. Mexíkó 564 högg -8
16.- 20. Sviss 564 högg -8
16.- 20. Taíland 564 högg -8
21.- 22. Kólumbía 566 högg -6
21.- 22. Danmörk 566 högg -6
23. Singapúr 568 högg -4
24. Japan 569 högg -3
25. Ísland 570 högg -2
26. Argentína 571 högg -1
27.- 28. Taívan 574 högg +2
27.- 28 Perú 574 högg +2
29. Holland 575 högg +6
30. Finnland 577 högg +5
31.- 33. Indland 579 högg +7
31.- 33. Chile 579 högg +7
31.- 33. Suður-Afríka 579 högg +7
34.- 37. Zimbabwe 581 högg +9
34.- 37. Ítalía 581 högg +9
34.- 37. Brasilía 581 högg +9
34.- 37. Marokkó 581 högg +9
38. Úrúgvæ 583 högg +11
39.- 40. Ekvadór 585 högg +13
39.- 40. Portúgal 585 högg +13
41.- 42. Kína 587 högg +15
41.- 42. Dómíníska Lýðveldið 587 högg +15
43. Hong Kong 588 högg +16
44.- 45. Púertó-Ríkó 589 högg +17
44. -45. Tékkland 589 högg +17
46.- 47. Guam 592 högg +20
46.- 47. Guatemala 592 högg +20
48. Slóvakía 598 högg +26
49. Bermúda 599 högg +27
50. Belgía 602 högg +30
51. Króatía 606 +34
52. Egyptaland 608 högg +36
53. Tyrkland 609 högg +37
54. Slóvenía 610 högg +38
55. Jamaíka 612 högg +40
56. Serbía 613 högg +41
57. Kosta Ríka 614 högg +42
58. Panama 616 högg +44
59. Cayman Eyjar 627 högg +55
60. Katar 629 högg +57
61. El Salvador 630 högg +58
62. Kenýa 637 högg +65
63. Grikkland 639 högg +67
64. Sameinuðu Arabísku Furstadæmin 640 högg +68
65. Marítíus 641 högg +69
66. Búlgaría 645 högg +73
67. Moldavía 658 högg +86
68. Malta 659 högg +87
69. Haítí 700 högg +128
70. Kasakstan 737 högg +165
71. Armenía 859 högg +287

screen-shot-2016-09-24-at-10-27-02-pm screen-shot-2016-09-24-at-10-26-52-pm screen-shot-2016-09-24-at-10-26-39-pm

Frá vinstri: Andri, Haraldur og Guðmundur.
Frá vinstri: Andri, Haraldur og Guðmundur.

2. keppnisdagur: 

„Líflegum fyrri hálfleik er nú lokið og staðan fín. Erum nokkuð sáttir við spilamennskuna en það höfum verið að tapa mikilvægum höggum á lokaholunum. Það þarf að laga og í seinni hálfleik stendur til að sækja. Það er ekki hægt að sigra í mótinu á fyrstu tveimur dögunum en það er vissulega hægt að tapa því. Staða efstu liða er afar þétt og við getum vel fikrað okkur upp töfluna næstu tvo daga,“ sagði Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ við golf.is en hann er í Mexíkó sem aðstoðarmaður Úlfars landsliðsþjálfara.

Mótið fór fyrst fram árið 1958 og er keppt um Eisenhower bikarinn.  Hægt er að fylgjast með gangi mála frá Mexíkó á snappinu golf-is.

Staðan og skor keppenda á HM: 

Íslenska liðið var í 17.-22. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn en 71 þjóð sendir lið til keppni.

Skotland er á -10 samtals í efsta sætinu og þar á eftir koma Ástralía -9 og Spánn -8.

Heimasíða mótsins:

Íslenska liðið er skipað þremur kylfingum og koma þeir allir frá Golfklúbbi Reykjavíkur; Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. Landsliðsþjálfari er Úlfar Jónsson og Haukur Örn Birgisson er liðsstjóri.

Þetta er í annað sinn sem Guðmundur Ágúst (2010) og Haraldur Franklín (2012) taka þátt á HM áhugamanna en Andri Þór er nýliði á þessu sviði.

Besti árangur Íslands á HM er 19. sæti árið 2010 en þá voru þeir Ólafur B. Loftsson (GKG), Hlynur Geir Hjartarson (GOS) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) í liðinu.

Þetta er í 16. sinn sem Ísland tekur þátt á HM en mótið fer nú fram í 30. sinn.

Árangur Íslands á HM áhugamanna í karlaflokki:
2016: Mexíkó: 26. sæti af alls 71 þjóð.
2014: Japan: Tóku ekki þátt.
2012: Tyrkland: 27. sæti af alls 72 þjóðum.
2010: Argentína: 19. sæti af alls 69 þjóðum.
2008: Ástralía: 29. sæti af alls 65 þjóðum.
2006: Suður-Afríka: 34. sæti af alls 65 þjóðum.
2004: Púertó-Ríkó: 27. sæti af alls 65 þjóðum.
2002: Malasía: 39. sæti af alls 62 þjóðum.
2000: Þýskaland: 20. sæti af alls 59 þjóðum.
1998: Chile: Tóku ekki þátt.
1996: Filipseyjar: Tóku ekki þátt.
1994: Frakkland: 36. sæti af alls 44 þjóðum.
1992: Kanada: Tóku ekki þátt
1990: Nýja-Sjáland: Tóku ekki þátt.
1988: Svíþjóð: Dæmdir úr leik.
1986: Venesúela: Tóku ekki þátt.
1984: Hong Kong: Tóku ekki þátt.
1982: Sviss: 26. sæti af alls 29 þjóðum.
1980: Bandaríkin: Tóku ekki þátt.
1978: Fijí: Tóku ekki þátt.
1976: Portúgal: Tóku ekki þátt.
1974: Dómíníska Lýðveldið: 32 sæti af alls 33 þjóðum.
1972: Argentína: Tóku ekki þátt.
1970: Spánn: 36. sæti af alls 36 þjóðum.
1968: Ástralía: Tóku ekki þátt.
1966: Mexíkó: 30. sæti af alls 32 þjóðum.
1964: Ítalía: 32. sæti af alls 33 þjóðum.
1962: Japan: Tóku ekki þátt.
1960: Bandaríkin: Tóku ekki þátt.
1958: Skotland: 30. sæti af alls 30 þjóðum.

 

img_4894 img_4915

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ