Valdís fagnar með aðstoðarmanni sínum í Marokkó á lokaúrtökumótinu í desember 2016. Mynd/LET
Auglýsing

„Heilt yfir var þetta gott mót og annað mótið í röð þar sem ég fæ ekki tvöfaldann skolla (double bogey). Slæmu höggunum fer því fækkandi og ég þarf að halda því áfram,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir við golf.is eftir þriðja hringinn í Ástralíu þar sem hún lék á sínu fyrsta LET móti á ferlinum. Valdís Þóra lék á -1 samtals á þremur keppnishringjum en hún komst í gegnum fyrri niðurskurðinn á mótinu og endaði í 51.-53. sæti.

„Vippin voru góð í þessu móti sem var sérstakt því ég hafði lítið getað æft þau fyrir þetta mót. Æfði bara á gervigrasi og það er jákvætt að fá þessa niðurstöðu. Ég var hinsvegar aðeins svekkt með lokahringinn því mér fannst ég geta gert betur,“

Umgjörð mótsins var skemmtileg að mati Valdísar.

„Það var áhugavert að hafa karlamót samhliða okkar móti. Ég fæ að upplifa slíkt aftur í Marokkó í apríl þar sem að Evrópumótaröð karla verður samhliða LET mótaröðinni. Mér leið vel í þessu móti, mér fannst þetta ekkert öðruvísi en önnur mót. Ég mæti bara til leiks til að spila mitt besta golf eins og í öllum öðrum mótum,“ bætti Valdís við en hún er á heimlið til Íslands þar sem hún verður við æfinga fram í mars.

„Ég fer til Spánar um miðjan mars og næsta mót verður á LET Access mótaröðinni í Frakklandi um mánaðarmótin mars/apríl. Ég vel að fara í það mót til að fá aðeins meiri keppnisreynslu fyrir næsta mót á LET í Marokkó í apríl,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ