Valdís Þóra Jónsdóttir.
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, er á góðum batavegi eftir aðgerð á þumalfingri. Valdís fór í nokkuð viðamikla aðgerð í byrjun febrúar s.l.

Hún stefnir á að keppa á sínu fyrsta móti á LET Access atvinnumótaröðinni, næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, sem fram fer á Spáni 11.-13. maí n.k.

Valdís er að hefja sitt þriðja keppnistímabil á LET Access mótaröðinni. Hún endaði í 23. sæti á styrkleikalista LET Access mótaraðarinnar í fyrra en þar lék hún á alls 13 mótum.  Á keppnistímabilinu árið 2014 lék Valdís einnig á 13 mótum og þar endaði hún í 38. sæti stigalistans.

Valdís skrifar eftirfarandi á fésbókarsíðu sína um stöðu mála hjá sér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ