Valdís Þóra Jónsdóttir.
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni Akranesi, verður frá keppni í nokkrar vikur vegna aðgerðar sem hún fór í snemma í morgun.

Valdís hefur glímt við meiðsli í þumalfingri í mörg misseri og hafa meiðslin háð henni verulega á æfingum og keppni.

Eftir úrtökumótið í Marokkó fyrir LET Evrópumótaröðina í desember s.l. var tekin sú ákvörðun að ekki væri hægt að bíða lengur með aðgerðina. Valdís Þóra, sem leikur á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Access, og mun hún hefja leik á þeirri mótaröð í apríl.

Heil og sæl! Kominn tími á smá fréttir af mér 🙂 Varúð, örlítil langloka! (English below) Eins og flest ykkar vita gekk…

Posted by Valdís Þóra Jónsdóttir on Thursday, February 4, 2016

Valdís útskýrir stöðu mála hjá sér í ítarlegri færslu á fésbókarsíðu sinni sem má lesa hér.

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ