/

Deildu:

23/02/2018. Ladies European Tour 2018: Australian Ladies Classic Bonville , Bonville Golf Resort, Bonville, New South Wales, Australia. February 22-25 2018. Valdis Jonsdottir of Iceland lines up a birdie chance on the 8th hole during the second round. Credit: Tristan Jones
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi hefur lokið keppni á NSW Open mótinu á Coffs Harbour vellinum í Ástralíu. NSW Open er hluti af LET Evrópumótaröðinni sem er sterkasta atvinnumótaröð kvenna í Evrópu.

Íslandsmeistarinn 2017 lék tvo fyrstu hringina á +5 samtals (76-71) og endaði í 67. sæti. Valdís var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Valdís Þóra náði frábærum árangri um s.l. helgi þar sem hún varð í þriðja sæti á Ladies Classic Bonville mótinu sem fram fór í Ástralíu. Valdís Þóra lék hringina fjóra á -7 samtals eða 281 höggi (69-70-72-70).

NSW mótið er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári en öll mótin fara fram í Ástralíu. Íslandsmeistarinn 2017 tók einnig þátt á LPGA móti í febrúar og er mótið því fimmta mótið í röð hjá Valdísi Þóru í þessari keppnistörn.

Valdís Þóra er í sjötta sæti peningalistans á LET Evrópumótaröðinni en þetta er annað keppnisárið hjá henni á mótaröðinni.

Skor keppenda verða birt hér: 

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ