/

Deildu:

Auglýsing

Á þriðjudaginn hefst árlegt héraðsdómaranámskeið í golfi en þeir sem standast próf í lok námskeiðsins hafa réttindi til að dæma í öllum almennum mótum golfklúbba, jafnt innanfélagsmótum sem opnum mótum. Námskeiðið samanstendur af fjórum kvöldfyrirlestrum og að þeim loknum geta þátttakendur valið úr tveimur dagsetningum til að þreyta héraðsdómaraprófið. 

Dagsetningar héraðsdómaranámskeiðsins eru:

Fyrirlestrar: 6., 8., 12. og 14. mars, kl. 19:00 – 22:00
Próf: 17. og 22. mars (þátttakendur velja annan hvorn daginn)

Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fyrirlestrarnir verða einnig í beinni útsendingu á YouTube og hentar það þeim sem ekki hafa tök á að mæta í Laugardalinn.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst til domaranefnd@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ