Site icon Golfsamband Íslands

Tvö íslensk landslið eldri kylfinga karla við keppni í Noregi

Landslið eldri kylfinga sem er við keppni með forgjöf í Sandefjord.

Ísland er með tvö lið við keppni í landsliðskeppnum eldri kylfinga í Noregi. Leikið er með forgjöf við Sandefjord og keppt er án forgjafar í Larvik.

Íslenska sveitin var í níunda sæti í forgjafarkeppninni eftir fyrsta keppnisdaginn en hægt er að fylgjast með gangi mála með því að smella hér.

Lið Íslands í forgjafarkeppninni er þannig skipað: Ásbjörn Björgvinsson, Jónas Tryggvason, Guðlaugur Kristjánsson, Þorsteinn R. Þórsson, Júlíus Júlíusson, Helgi Ingason.

Í keppni án forgjafar var Ísland í fimmta sæti eftir fyrsta hringinn, hægt er að fylgjast með gangi mála með því að smella hér

Lið Íslands er þannig skipað: Gauti Grétarsson, Snorri Hjaltason, Hörður Sigurðsson, Gunnar Þórisson, Sæmundur Pálsson, Sigurður Aðalsteinsson.

 

 

Exit mobile version