/

Deildu:

Frá 2. flöt á Hvaleyrarvelli. Mynd/keilir.is
Auglýsing

Mikil aukning hefur verið á heimsóknum erlendra kylfinga til Íslands og segir Magnús Oddsson framkvæmdastjóri Golf Icelandi að nú þegar sé aukningin 65% hjá fjórum klúbbum sem skilað hafa inn tölum þess efnis.

„Það er ljóst að mikil aukning er áfram í spili erlendra kylfinga hér í sumar. Þetta kemur vel í ljós þegar skoðaðar eru tölur frá fjórum klúbbum innan Golf Iceland (tveim á höfuðborgarsvæðinu og tveim á landsbyggðinni) , sem hafa nú skilað okkur nákvæmum tölum og samanburðartölum fyrir júlí.

Alls hafa þeir selt erlendum kylfingum 1098 hringi  miðað við 665 í fyrra. Um er að ræða um 65% aukningu milli ára.

Aðrir sem hafa skilað tölum hafa ekki nákvæmar samanburðartölur  við fyrra ár og því ekki hægt að birta þær en umsvifin skipta þessa klúbba máli tekjulega enda kaupa þessir erlendu kylfingar yfirleitt mikla þjónustu. ( Leigusett,bíla,máltíðir, o.fl.)

Þannig að til að leika sér með tölur þá eru aðeins þessir fjórir klúbbar líklega að auka heildarveltu sína um nálægt 10 milljónum  vegna erlendra kylfinga.

15 golfklúbbar eru nú meðlimir í Golf Iceland og er lögð mikil áhersla á að kynna þá fyrir erlendum söluaðilum og erlendum kylfingum beint.

Þetta ásamt ýmsum fleiri þáttum hefur skilað sér í auknum umsvifum, eins og tölurnar hér að ofan sýna,sem eru þó aðeins frá fjórum klúbbum innan samtakanna,“ segir Magnús Odsson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ