GSÍ fjölskyldan

Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði á Colonel Classic mótinu sem lauk í gær. Þetta er annar sigur GR-ingsins í röð í bandaríska háskólagolfinu fyrir Eastern Kentucky.

Ragnhildur var í öðru sæti fyrir lokahringinn og fimm höggum á eftir efsta kylfingnum. Hún tryggði sér sigur með glæsilegum lokahring og lék samtals á -7 höggum undir pari (68-72-69) 209 högg.

Þetta er jafnframt þriðji sigur Ragnhildar á háskólamóti í Bandaríkjunum.

Mótið hjá Ragnhildi fór fram hjá Arlington háskólanum á keppnisvelli sem er par 72 og 5400 metrar.

Hér eru lokaúrslit á mótinu hjá Ragnhildi:

Deildu:

Auglýsing