/

Deildu:

Auglýsing

Í ljósi nýjustu brýningar sóttvarnarlæknis um að almenningur fylgi tveggja metra reglunni betur eftir hvetur mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi áhugafólk til að fylgjast með lokadögum mótsins í beinni útsendingu á RÚV, frekar en að mæta á Hlíðavöll.

Síðustu ár hafa fjölmargir áhorfendur fylgt síðustu ráshópum í mótinu og sér mótsstjórnin fram á að erfitt geti verið að framfylgja tveggja metra reglunni ef mikill mannfjöldi safnast við flatir. Sömuleiðis er minnt á að 100 gesta hámark er í íþróttamiðstöðinni Kletti.

Bein útsending frá Íslandsmótinu er á RÚV á föstudag kl. 15:30 – 17:50, á laugardag kl. 15:00 – 17:50 og á sunnudag kl. 14:00 – 17:30.

Mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ