/

Deildu:

Auglýsing

Ævarr Freyr Birgisson úr Golfklúbbi Akureyrar náði þeim einstaka árangri í gær að leika tvær holur í röð á tveimur höggum undir pari. Afrek hans er áhugavert þar sem Ævarr fékk ernina á brautum Hlíðavallar sem eru ekkert sérstaklega gjafmildar á ernina.

Ævarr lýsir höggunum í myndbandinu hér fyrir neðan en hann lék  hringinn í gær á 71 höggi eða -1 og samtals er hann á +4.

Ævarr Freyr er fjölhæfur íþróttamaður en hann leikur sem atvinnumaður í blaki með danska liðinu Marienlyst. Árið 2019 var hann blakmaður ársins hjá Blaksambandi Íslands.  Nánar hér.

Alls hafa átta leikmenn fengið örn á Hlíðavelli það sem af er Íslandsmótinu 2020.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ