/

Deildu:

Á myndinni má sjá þá Brynjar Eldon Geirson frá Golfsambandinu, Sigurð Hall Sigurðsson sigurvegara leiksins, Hörð Hinrik Arnarson frá Heimsferðum og Guðmund Jóhann Jónsson, forstjóra Varðar.
Auglýsing

Nýlega var Sigurður Hallur Sigurðsson dreginn út sem vinningshafi í Golfleik Varðar sem fram fór í sumar, fimmta árið í röð. Aldrei hafa fleiri tekið þátt en leikurinn var spilaður rúmlega tuttugu og sexþúsund sinnum í sumar. Það var til mikils að vinna, sigurvegarinn hlaut golfferð fyrir tvo til Spánar á hinn glæsilega Nova Sancti Petri völl. Sigurður Hallur á því von á skemmtilegri ferð til Spánar í boði Varðar.

Golfleikurinn er til gamans gerður fyrir kylfinga, bæði til þess að reyna á kunnáttuna og til að rifja upp golfreglurnar.Með betri árangri aukast líkurnar á að hreppa stóra vinninginn og vinna golfferð fyrir tvo, líkt og Sigurður Hallur gerði í sumar. Golfleiknum er einnig ætlað að vekja athygli á Golfvernd Varðar, sem er sérstök trygging fyrir kylfinga gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan. Til gaman má geta þess að í fyrra var vefsíða Golfleiksins tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna.

Vörður er traustur bakhjarl Golfsambands Íslands og meðal þess styrkir útgáfu alþjóðlegrar reglubókar fyrir íslenska kylfinga. Golf byggir á nákvæmum og dálítið flóknum reglum. Það þarf stundum að láta reyna á reglubókina sem allir kylfingar ættu að hafa með í golfpokanum. Golfreglur og tryggingaskilmálar eiga það sameiginlegt að fjalla af nákvæmni og í smáatriðum um atriði sem fæstir vilja hugsa um. Þegar á reynir er hins vegar gott að geta gripið í reglubókina. Með því að þekkja reglurnar og fylgja þeim verður leikurinn léttari og gengur hraðar fyrir sig. Allir kylfingar landsins eru hvattir til að kynna sér reglur golfsins og hafa alltaf eintak af Golfreglubókinni í golfpokanum.

Á myndinni má sjá þá Brynjar Eldon Geirson frá Golfsambandinu, Sigurð Hall Sigurðsson sigurvegara leiksins, Hörð Hinrik Arnarson frá Heimsferðum og Guðmund Jóhann Jónsson, forstjóra Varðar.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ