/

Deildu:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á parinu á lokahringnum á Cambia Portland Classic mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Ólafía lék samtals á -5 samtals (70-72-69-72). Hún endaði í 39. sæti og var 15 höggum á eftir Stacy Lewis frá Bandaríkjunum sem sigraði á -20 samtals. Ólafía Þórunn fékk rúmlega 730.000 kr. í verðlaunafé fyrir árangurinn í Oregon. Alls hefur hún fengið 7,7 milljónir kr. í verðlaunafé á keppnistímabilinu.

Þetta er fjórði besti árangur Ólafíu Þórunnar á LPGA mótaröðinni. Besti árangur hennar er 13. sæti á Opna skoska meistaramótinu. Alls hefur hún leikið á 18 mótum á tímabilinu. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á 8 mótum.

Ólafía Þórunn er í 101. sæti á peningalistanum eftir mótið en 100 efstu í lok keppnistímabilsins halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hún hefur þokað sér upp peningalistann á undanförnum mótum. Næsta mót hjá Ólafíu Þórunni er Indy Women sem fram fer í Indianapolis 7.-9. september. Í vikunni þar á eftir fer fram fimmta og síðasta risamót ársins, Evian meistaramótið í Frakklandi. Síðan tekur við keppnistörn á LPGA þar sem keppt er í Eyjaálfu og Asíu. Það liggur ekki fyrir á hve mörgum mótum Ólafía fær að keppa á í þeirri törn.

Staðan:

08/31/17 Cambia Portland Classic Presented by JTBC 70(-2) 72(E) 69(-3) 72(E) 283(-5) 3743 52 71.981 39T $6,950
08/24/17 Canadian Pacific Women’s Open 75(+4) 73(+2) 148(+6) 3460 48 72.083 CUT $0.00
08/03/17 RICOH Women’s British Open 75(+3) 75(+3) 150(+6) 3312 46 72.000 CUT $0.00
07/27/17 Aberdeen Asset Management Ladies Scottish Open 73(+1) 70(-2) 73(+1) 73(+1) 289(+1) 3162 44 71.864 13T $25,094
07/20/17 Marathon Classic Presented by Owens Corning and O-I 71(E) 70(-1) 72(+1) 67(-4) 280(-4) 2873 40 71.825 45T $6,206
07/06/17 Thornberry Creek LPGA Classic 68(-4) 70(-2) 68(-4) 72(E) 278(-10) 2593 36 72.028 36T $10,437
06/29/17 KPMG Women’s PGA Championship 74(+3) 73(+2) 147(+5) 2315 32 72.344 CUT $0.00
06/23/17 Walmart NW Arkansas Championship Presented by P&G 69(-2) 70(-1) 70(-1) 209(-4) 2168 30 72.267 55T $5,384
06/08/17 Manulife LPGA Classic 73(+1) 70(-2) 143(-1) 1959 27 72.556 CUT $0.00
06/02/17 ShopRite LPGA Classic Presented by Acer 73(+2) 74(+3) 147(+5) 1816 25 72.640 CUT $0.00
05/25/17 LPGA Volvik Championship 69(-3) 71(-1) 75(+3) 70(-2) 285(-3) 1669 23 72.565 56T $3,347
05/18/17 Kingsmill Championship presented by JTBC 73(+2) 73(+2) 146(+4) 1384 19 72.842 CUT $0.00
04/27/17 Volunteers of America Texas Shootout Presented by JTBC 74(+3) 67(-4) 79(+8) 220(+7) 1238 17 72.824 CUT $2,884
04/12/17 LOTTE Championship Presented by HERSHEY 76(+4) 75(+3) 151(+7) 1018 14 72.714 CUT $0.00
03/23/17 Kia Classic 73(+1) 74(+2) 147(+3) 867 12 72.250 CUT $0.00
03/16/17 Bank of Hope Founders Cup 69(-3) 72(E) 141(-3) 720 10 72.000 CUT $0.00
02/16/17 ISPS Handa Women’s Australian Open 72(-1) 74(+1) 71(-2) 75(+2) 292(E) 579 8 72.375 30T $9,005
01/26/17 Pure Silk Bahamas LPGA Classic 71(-2) 68(-5) 77(+4) 71(-2) 287(-5) 287 4 71.750 69T $2,783

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ