/

Deildu:

Guðrún Brá og Berglind.
Auglýsing

Þrír íslenskir kylfingar verða á meðal keppenda á Opna breska áhugamannamótinu í karlaflokki sem fram fer á hinum sögufræga Royal St.George’s velli 19.-24. júní. Kylfingarnir eru allir úr Golfklúbbnum Keili og þeir eru:

Gísli Sveinbergsson, Henning Darri Þórðarson og Rúnar Arnórsson.

Royal St.George er við bæinn Sandwich í Kent og hefur Opna breska meistaramótið farið þar fram alls 13 sinnum, fyrst árið 1984.

Opna breska áhugamannamótið fer fram á þessum velli í 14. sinn í ár en fyrst var keppt á
Hoylake vellinum árið 1885.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að á fyrstu tveimur keppnisdögunum er leikinn höggleikur þar sem að 288 keppendur taka þátt. Að því loknu tekur við holukeppni þar sem að 64 efstu fá keppnisrétt. Síðan er leikinn holukeppni þar til að tveir keppendur mætast í úrslitaleik um sigurinn.

Sigurvegarinn á þessu móti fær keppnisrétt sem áhugamaður á risamótunum Opna breska meistaramótinu í júlí á þessu ári og Mastersmótinu á Augusta á næsta ári.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ