Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones
Auglýsing

Styrktarmót fyrir Valdísi Þóru Jónsdóttur fer fram á Garðavelli laugardaginn 10. júní. Í tilkynningu frá Valdís Þóru kemur fram að veðurspáin sé ljómandi góð og nú þegar hafa fjölmargir skráð sig til leiks. Það eru enn lausir rástímar og skráning fer fram á golf.is.

Keppnisfyrirkomulagið er betri boltinn með forgjöf. Tveir leikmenn leika saman í betri bolta. Báðir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða. Hins vegar er aðeins betra skorið á hverri holu skráð á skorkortið.

Glæsilegir vinningar eru í boði á þessu móti, þar á meðal ferðavinningar til Spánar í glæsilega golfferð. Púttmót verður haldið frá 12-16 við golfskálann samhliða styrktarmótinu og þar geta allir tekið þátt, og kostar aðeins 500 kr. að taka þátt í því.

 

 

 

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ