Þorkell Helgason, sjálfboðaliði ársins 2020. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Þorkell Helgason fékk í dag viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins hjá Golfsambandi Íslands. Þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn árið 2014 og Þorkell sjöundi sjálfboðaliðinn sem fær þessa viðurkenningu. 

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, afhenti viðurkenninguna á formannafundi GSÍ sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. 

„Þorkell Helgason er maður með gullhjarta sem hefur unnið sjálfboðaliðastörf í þágu Nesklúbbsins undanfarna fjóra áratugi. Hann hefur setið í flestum nefndum klúbbsins, þó lengst af í vallarnefnd, samfellt í 14 ár. Frá árinu 1983 hefur Þorkell lyfti grettistaki hvað varðar endurnýjun vélarflota klúbbsins – ásamt því að leggja línurnar fyrir það ásigkomulag vallarins sem hefur haldist frá þeim tíma. Þorkell sat í stjórn Nesklúbbsins á árunum 1993-2005. Frá þeim tíma hefur Þorkell ávallt verið boðinn og búinn að hlaupa í öll störf fyrir klúbbinn. Hann fór fyrir fögrum hópi sjálfboðaliða sem nýverið endurgerði golfskála Nesklúbbsins ásamt því að byggja útigeymslur. Þorkell er hinn eini sanni „alt mulig mand“ sem er ómetanlegt er að hafa innan sinna raða. Því miður er aðeins til eitt eintak af þessum einstaka manni sem er ávallt tilbúinn að leggja hönd á plóginn fyrir Nesklúbbinn.“

Sjálfboðaliðar ársins frá upphafi:

2014: Guðríður Ebba Pálsdóttir, GB

2015: Viktor Elvar Viktorsson, GL

2016: Guðmundur E. Lárusson. GA

2017: Már Sveinbjörnsson, GK

2018: Reynir Pétursson, GÍ

2019: Helgi Örn Viggósson, GR

2020: Þorkell Helgason, NK


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ