Skapti Hallgrímsson á Jaðarsvelli með stóru linsuna og myndvélina.
Auglýsing

Fjölmiðlamaðurinn þaulreyndi Skapti Hallgrímsson var iðinn við að koma fréttum af Íslandsmótinu í golfi 2021 á framfæri á fréttamiðlinum akureyri.net. Vefurinn fór í loftið um miðjan nóvember 2020 eftir að hafa legið í dvala um nokkurt skeið. Skapti Hallgrímsson var með myndavélina á lofti alla keppnisdagana ásamt því að beina kastljósinu að áhugaverðu efni frá Íslandsmótinu.

Skapti Hallgrímsson er reynslumikill fjölmiðlamaður en hann starfaði áður á Morgunblaðinu í 36 ár og var tengdur þar inn í um 40 ár.

Skapti notast við slagorðið Oftast sólarmegin, bæði vegna þess að Akureyri er oftast sólarmegin, og svo vegna þess að hann ætli að vera sem mest sólarmegin í umfjöllun um menn og málefni.

Á vefnum akureyri.net má nú þegar finna fjöldan allan af áhugaverðum fréttum, blaðagreinum og aðsendum greinum. Og þar á meðal eru þessar áhugaverðu fréttir af Íslandsmótinu í golfi 2021. Smelltu á myndirnar af viðkomandi frétt til að opna hana á vefnum akureyri.net.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ