/

Deildu:

Þórður Rafn Gissurarson.
Auglýsing

Þórður Rafn Gissurarson náði sér ekki á strik á lokahringnum á Pro Golf atvinnumótaröðinni sem fram fór í Marokkó. Íslandsmeistarinn úr GR lék á 75 höggum í dag eða +4 og samtals lék hann hringina þrjá á -2 ( 70-66-75).  Þórður Rafn endaði í 18.-23. sæti en Þjóðverjinn Moritz Lampert sigraði á -16 samtals.

Mótið fór fram í Agadir í Marokkó á Golf de L’Ocean golfvallasvæðinu.

Lokastaðan í mótinu: 

Þýska Pro Golf atvinnumótaröðin er í hópi mótaraða sem eru í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu á eftir Áskorendamótaröðinni og sjálfri Evrópumótaröðinni. Þórður er að leika á þriðja mótinu á þessu ári á Pro Golf mótaröðinni. Hann endaði í 20. og 13. sæti á fyrstu tveimur mótunum.

Screenshot (5)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ