Auglýsing

Golfsamband Íslands er 80 ára í dag, 14. ágúst og að því tilefni efnir sambandið til golfhátíðar.

Kylfingar eru hvattir til að spila golf um allt land og birta mynd af ráshópnum á Instagram undir myllumerkjunum #sladuigegn og #gsi80.

Einn heppinn kylfingur verður dreginn út 31. ágúst sem fær gjafabréf á tvær nætur með morgunverð á Fosshótel Stykkishólmi og þriggja rétta kvöldverði fyrir tvo annað kvöldið ásamt golfveislu.

Framundan eru frábærir dagar til þess að iðka skemmtilega íþrótt í góðum félagsskap – nýttu tækifærið og taktu þátt í skemmtilegum leik samhliða því að spila golf.

Það eina sem þú þarft er að gera er að spila golf, taka mynd af ráshópnum, setja inn á Instagram og nota réttu myllumerkin. Þá átt þú góða möguleika á að vinna þennan veglega vinning.

#sladuigegn
#gsi80

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ