Ólafía Þórunn og Maron sonur hennar. Mynd: Tristan Jones/LET
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tilkynnti í dag að hún ætli sér að hætta sem atvinnukylfingur.

Ólafía Þórunn hefur verið í fremstu röð íslenskra kylfinga á undanförnum árum, þrefaldur Íslandsmeistari, fyrsta íslenska konan sem fékk keppnisrétt á stærstu atvinnumótaröð heims í kvennaflokki, LPGA – og hún var önnur íslenska konan sem fékk keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.

Ólafía Þórunn hefur unnið til ótal verðlauna á ferlinum. Íþróttamaður ársins á Íslandi, Evrópumeistari í liðakeppni – svo eitthvað sé nefnt.

Ólafía Þórunn tilkynnti um ákvörðun sína á samfélagsmiðlum í dag. Nánar í þessu myndbandi. Þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. Má þar nefna að Ólafía Þórunn ætlar sér að sinna golfíþróttinni með öðrum hætti en áður, aðstoða unga afrekskylfinga, og miðla reynslu sinni til annarra.

Mynd/Trstian Jones.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ