Site icon Golfsamband Íslands

Sveitakeppni eldri/yngri, úrslit

Um helgina var leikið í sveitakeppni í flokkum eldri kylfinga og hjá unglingum, alls var leikið í átta deildum víðvegar um landið. Hér að neðan er hægt að sjá helstu úrslit og hlekki fyrir lokastöðuna í öllum deildum

í flokki pilta 18 ára og yngri sigraði sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (1) sveit Golfklúbbs Keilis (1) með þremur vinningum gegn engum.

1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1)
2. Golfklúbburinn Keilir (1)
3. Golfklúbbur Akureyrar (1)

Lokastaða.

Í flokki drengja 15 ára og yngri sigraði sveit Golfklúbbs Reykjavíkur sveit Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (2) með teimur vinningum gegn einum.

1. Golfklúbbur Reykjavíkur (1)
2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (2)
3. GHD/GH/GÓ/GSS (Golfklúbbur Dalvíkur, Húsavíkur, Ólafsfjarðar og Sauðárkróks)

Lokastaða.

Í flokki stelpna 15 ára og yngri sigraði sameiginleg sveit Golfklúbbsins Hamars  og Golfklúbbs Akureyrar sveit Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1) með tveimur vinningum gegn einum.

1. Golfklúbbur Dalvíkur / Akureyri
2. Golfklúbbur Reykjavíkur
3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

Lokastaða.

í flokki stúlkna 18 ára og yngri sigraði sveit Golfklúbbsins Keilis sveit Golfklúbbs Reykjavíkur með tveimur vinningum gegn einum.

1. Golfklúbburinn Keilir
2. Golfklúbbur Reykjavíkur
3. Golfklúbbur Suðurnesja

Lokastaða.

Eldri kylfingar

í 1.deild kvenna sigraði sveit Golfklúbbsins Keilis sveit Golfklúbbs Suðurnesja með þremur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum.

1. Golfklúbburinn Keilir
2. Golfklúbbur Suðurnesja
3. Golfklúbbur Reykjavíkur

Lokastaða.

í 2.deild kvenna sigraði sveit Golfklúbbs Kiðjabergs sveit Golfklúbbs Akureyrar með þremur vinningi gegn engum.
1. Golfklúbbur Kiðjabergs
2. Golfklúbbur Akureyrar
3. Golfklúbbur Borgarnes

Lokastaða.

Í 1.deild karla sigraði sveit Golfklúbbs reykjavíkur sveit Golfklúbbs Odds með fjórum vinningum gegn einum.

1. Golfklúbbur Reykjavíkur
2. Golfklúbburinn Oddur
3. Nesklúbburinn

Lokastaða.

Í 2.deild karla sigraði sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja sveit Golfklúbbs Öndverðarnes með fjórum vinningum gegn einum

1. Golfklúbbur Vestmannaeyja
2. Golfklúbbur Öndverðarnes
3. Golfklúbburinn Leynir

Lokastaða.

Exit mobile version