/

Deildu:

Auglýsing

Gísli Sveinbergsson úr Keili endaði í þriðja sæti á Opna finnska áhugamannamótinu sem lauk í dag. Gísli lék lokahringinn á 72 (+1) og var hann samtals á -3 (69-69-73). Bjarki Pétursson úr Golfklúbbnum í Borgarnesi varð í 25. sæti en hann lék á 73 í dag (+2) og lauk keppni á +9 (75-74-73).  Gísli deildi þriðja sætinu með Samuel Echikson.

Heimamaðurinn Lauri Russka sigraði á mótinu en hann lék hringina þrjá á -7 samtals (67-69-70).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ