Auglýsing

Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar, Goðamótið fer fram á Jaðarsvelli Akureyri um helgina. Skráningu í mótið lýkur á miðnætti þriðjudaginn 26. ágúst og eru kylfingar hvattir til að skrá sig til leiks á mótaröð þeirra bestu.  Mótið hefst laugardaginn 30. ágúst en þá verða leiknar 36 holur en lokahringurinn verður síðan leikinn á sunnudeginum.

jaðarsvöllur skartar sínu fegursta þessa dagana og hefur sjaldan verið í betra formi en nú. Norðlenska er aðalstyrktaraðili þessa lokamóts á Eimskipsmótaröðinni og af því tilefni ætla þeir í samstarfi við klúbbinn og Vídalín veitingar að bjóða keppendum í flott grillveislu á leik loknum á laugardaginn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ