Íþróttahreyfingin og covid
Auglýsing

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur falið Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands að halda utan um umsóknarferli um stuðning við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna vegna afleiðinga heimsfaraldurs COVID-19 sem samþykkt var í ríkisstjórn 8. apríl 2022. Samþykkt var að veita allt af 500 m.kr. að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 16. ágúst 2022.

Helstu áherslur og skilyrði fyrir styrkveitingu eru þessi

Úthlutunaráherslur sem samstarfhópur ráðuneytanna hefur samþykkt taka mið af eftirtöldum atriðum:

  • Íþróttahéruð og sérsambönd geta sótt um stuðning vegna tímabilsins frá miðju ári 2020 til og með febrúar 2022.
  • Íþróttafélög og deildir geta sótt um stuðning vegna tímabilsins frá júlímánuði 2021 til og með febrúar 2022.
  • Stuðningurinn skiptist þannig að af því sem fer til íþróttahreyfingarinnar fari allt að 70% til sérsambanda og íþróttahéraða og 30% til íþróttafélaga og deilda.
  • Heimilt er að gera kröfu um tiltekinn lágmarks kostnaðarauka eða tekjutap umsókna svo þær séu teknar til greina.
  • Áhersla á börn og ungmenni við úthlutun.
  • Kynjasjónarmið séu metin.
  • Æskulýðsfélög sem og önnur samtök með samning við mennta- og barnamálaráðuneyti geta sótt um stuðning vegna tímabilsins frá júlímánuði 2021 til og með febrúar 2022.
  • Sömu forsendur og skilyrði gilda um umsóknir æskulýðsfélaga og annarra samtaka með samning við mennta- og barnamálaráðuneyti.

Umsóknir uppfylli auk þess eftirtalin skilyrði:

  • Umsókn skal vera staðfest af meirihluta stjórnar viðkomandi einingar, þó aldrei færri en tveggja aðila. Þá þarf umsókn frá deild íþróttafélags að vera með samþykki aðalstjórnar félagsins.
  • Ef sótt er um vegna aukins tilkostnaðar vegna COVID-19 tengdra ráðstafana þarf að tilgreina hvernig sá kostnaður er til kominn.
  • Umsókn skal fylgja stutt greinargerð þar sem gerð er grein fyrir nettó tekjutapi vegna viðburðar. Nettó tekjutap þýðir að einnig þarf að gera grein fyrir áætluðum kostnaði vegna viðburðar sem ekki kemur til greiðslu, þ.e.a.s. fellur niður.
  • Leggja skal fram samþykkta fjárhagsáætlun þar sem gerð er grein fyrir áætluðum hagnaði af viðburði.
  • Leggja skal fram samþykkta ársreikninga umsækjenda fyrir síðustu tvö ár (2020 og 2021) og uppgjör viðburðar síðustu tvö ár sem hann fór fram sem sýna tekjur af sambærilegum eða samskonar viðburði og sótt er um stuðning vegna tekjutaps.
  • Með umsókn þarf að fylgja staðfesting endurskoðanda eða skoðunarmanni reikninga um að upplýsingar umsóknar séu í samræmi við ársreikninga.
  • Gera þarf grein fyrir í umsókn hvaða áhrif tekjutap viðburðar hefur haft á umsækjanda og hvernig brugðist hefur verið við til að lágmarka tjón.
  • Gera þarf grein fyrir öðrum stuðningi sem sótt hefur verið um eða umsækjandi notið vegna stöðunnar s.s. frá styrktaraðilum, aðalstjórn félags, sérsambandi, sveitarfélagi og ríkisvaldi.
  • Aðilar íþróttahreyfingarinnar þurfa að hafa skilað starfsskýrslu til ÍSÍ á árinu 2022.

Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst 2022 (athugið breytta dagsetningu) og skulu umsóknir sendast á netfangið umsokn_c19@isi.is

Á þeim degi þurfa fullunnar umsóknir eða drög að umsóknum að hafa borist. Fyrir þá sem skila inn drögum að umsóknum (þ.e. þar sem vantar einhver fylgiskjöl eða undirskriftir) verður boðið upp á að sækja um viðbótarfrest. Lengd þess frest getur verið mismunandi eftir þörfum umsóknaraðila.

Til að einfalda umsóknirnar er óskað eftir því að umsóknir berist á sérstöku eyðublaði sem er hér að neðan. Umsóknaraðili þarf að prenta út eyðublaðið, undirrita samkvæmt leiðbeiningum hér að ofan, skanna inn og senda með tölvupósti, ásamt fylgigögnum.

EYÐUBLAÐ VEGNA UMSÓKNAR –  2022

GLÆRUR FRÁ UPPLÝSINGAFUNDI RÁÐHERRA 5.JÚLÍ 2022

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ