GSÍ fjölskyldan
Frá vinstri: Andrea Ýr, Perla Sól, Jóhanna Lea, María Eir. Mynd/KMÞ.
Auglýsing

Stúlknalandslið Íslands í golfi endaði í 16. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem fram fer á Borsa golfvellinum á Green Resort í Slóvakíu.

Fyrsta keppnisdaginn var leikinn höggleikur þar sem að þrjú bestu skorin í hverju liði töldu og komust 8 efstu þjóðirnar í A-riðil og keppa þar um Evrópumeistaratitilinn. Liðin sem enduðu í sætum 9-16 keppa í B-riðli. Íslenska liðið endaði í 15. sæti í höggleikskeppninni.

Íslenska liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir og María Eir Guðjónsdóttir. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ er þjálfari liðsins og Kristín María Þorsteinsdóttir liðsstjóri.

Nánar um mótið hér:

Í riðlakeppninni var leikinn einn fjórmenningsleikur og tveir tvímenningsleikir.

Ísland mætti liði Póllands í fyrstu umferð riðlakeppninnar í B-riðli. Sigurliðið úr þeirri viðureign leikur um sæti 9.-12 en tapliðið um sæti 13-16. Pólland sigraði 2-1 í spennandi leik. Ísland mætti liði Austurríkis í keppni um sæti 13-16. Sá leikur var sannkölluð maraþonviðureign. Vegna úrkomu varð að gera hlé á keppninni á föstudaginn og varð töfin til þess að ekki náðist að klára viðureignina í gær. Liðin mættu snemma í morgun til að ljúka við tvær síðustu holurnar í fjórmenningsleiknum og einum tvímenningsleik. Að lokum hafði Austurríki betur 2,5 – 0,5.

Breyta þurfti ferðatilhögun íslenska liðsins með skömmum fyrirvara í gær vegna Covid-19 ástandsins sem nú ríkir í heiminum. Af þeim sökum gat íslenska liðið ekki leikið gegn Slóveníu um 15. sætið í dag. Íslenska liðið er nú á leið heim með beinu flugi frá Vín í Austurríki.

Nánar um mótið hér:

Lokastaðan eftir höggleikinn:

A-riðill:
1. Svíþjóð 209 högg (-7)
2. Þýskaland 212 högg (-4)
3. Holland 212 högg (-4)
4. Sviss 213 högg (-3)
5. Frakkland 215 högg (-1)
6. Slóvakía 217 högg (+1)
7. Danmörk 218 högg (+2)
8. Rússland 221 högg (+5)


B-riðill:
9. Tékkland 223 högg (+7)
10. Pólland 223 högg (+7)
11. Belgía 224 högg (+8)
12. Spánn 225 högg (+9)
13. Ítalía 226 högg (+10)
14. Austurríki 229 högg (+13)
15. Ísland 231 högg (+15)
16. Slóvenía 235 högg (+19)

Skor Íslands í höggleiknum var eftirfarandi:

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir 80 högg (+8)
Andrea Ýr Ásmunsdóttir 76 h0gg (+4)
María Eir Guðjónsdóttir 84 högg (+12)
Perla Sól Sigurbrandsdóttir 75 högg (+3)

Nánar um mótið hér:

Deildu:

Auglýsing