Frá Strandarvelli á Hellu.
Auglýsing

Lokamót tímabilsins á stigamótaröð eldri kylfinga, LEK, Opna Örninn golfmótið fer fram á Strandarvelli á Hellu sunnudaginn 27. september.

Mótið átti að fara fram um síðustu helgi en því var frestað vegna veðurs.

Glæsileg verðlaun í boði Örninn golfverslun

  1. sæti í höggleik, kk og kvk – 35.000 gjafabréf
  2. sæti í punktum, kk og kvk – 35.000 gjafabréf
  3. sæti í punktum, kk og kvk – 25.000 gjafabréf
  4. sæti í punktum, kk og kvk – 15.000 gjafabréf

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum – 15.000 gjafabréf

Mótið er síðasta mót ársins á mótaröð eldri kylfinga og er mikil keppni í öllum flokkum.

Í tilkynningu frá LEK eru eldri kylfingar hvattir til að bregða undir sig betri fætinum og mæta galvaskir á Hellu.

Smelltu hér eða á myndina til að opna skráningarsíðuna.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ